Saga - 1998, Page 101
VALKOSTIR SÖGUNNAR
99
Tafla 8. Landskuld og dýrleiki á Hólajörðum næst Hólum 1388 1550
1388 1449 1550
Fjöldi jarða 69 49 54
Landskuld, % 8,1 7,1 5,2
Dýrleiki, hdr. 2.292 1.998 2.142
Landskuld í heild 185,3 142 111,3
Heimild: Árni Daníel Júlíusson, „Bonder i pestens tid", bls. 534.
hæð og sú staðreynd að tvíbýli eru enn á mjög fáum þessara jarða
150 árum síðar.
Ákveðið samhengi virðist því vera í byggðaþróun og þróun af-
gjalda, sem að öllum likindum endurspeglar varanlega mann-
fekkun eftir Svarta dauða. Hefði mannfjöldi fljótt náð sér á ný
hefði landskuld vart lækkað svo mikið og svo varanlega sem hún
gerði, né leigukúgildum fækkað svo gífurlega. Eftirspurn eftir
jörðum hefði fljótt vaxið og leiguupphæð fljótlega náð því sem var
á 14. öld. Engar líkur sýnast til að landgæði hafi allt í einu rýrnað
svo á 15. og 16. öld að það ylli lækkun landskuldar, sérstaklega
ekki þegar tillit er tekið til að býlum fækkaði mjög mikið og þar
^eð minnkaði álag á gróðurlendi.51
Upphæð landskuldar á 14. öld var 8-12%. Á 15. öld féll hún nið-
Ur í 7-8%, og á 16. og 17. öld var hún 4,3-6,6% í öllum sýslum
nema Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem hún var 10%.5“ Þróun kú-
gildaleigna var svipuð, og fátt sem bendir til að þeim hafi verið
Ijölgað á 15. öld til að bæta upp lækkun landskuldar eftir Svarta
öauða.53
Á grundvelli þeirra byggðarsöguheimilda sem nú hafa ver-
ið athugaðar má reyna að endurgera byggð á þeim svæðum þar
Sem hún er best þekkt, til dæmis umhverfis Hóla í Skagafirði
Árni Daníel Júlíusson, „Myndin af fortíðinni", bls. 478.
52 Árni Daníel Júlíusson, „Bonder i pestens tid", bls. 290.
53 Björn Lárusson, The Old lcelandic Land Registers, bls. 49-53, Páll Briem,
-/Hundraðatal á jörðum", bls. 26-29.