Saga - 1998, Page 132
130
AXEL KRISTINSSON
Lénsmenn sýslumanna
Þegar sýslur voru stórar skipuðu sýslumenn oft umboðsmenn eða
lénsmenn til að fara með vald sitt í fjarlægum héruðum.59 í réttar-
bótum kemur skýrt fram að undirmenn sýslumanna eru kallaðir
lénsmenn eða umboðsmenn en heitið valdsmaður, sem stundum
var notað um sýslumenn, nær ef til vill einnig yfir lénsmenn.60
Heitin réttari og sóknarmaður koma fyrir í Jónsbók og víðar en
merking þeirra er óljósari. Afar hæpið er það, sem margir hafa
haldið, að þetta séu einfaldlega önnur nöfn á lénsmönnum eða
mönnum sem höfðu hluta af sýslu að léni eða umboði frá sýslu-
manni.61
Réttari virðist oftast vera tengdur dómum og dómnefnu og er
greinilega oft átt við störf sem sýslumenn gegndu. Ekkert í Jóns-
bók eða réttarbótum bendir til að þarna sé átt við undirmenn
sýslumanna.62 Oftast er þeirra getið við það að þeir nefndu í
dóma.63 Á einum stað segir: „Skal réttarinn jafnan nefna menn til
dóms, ef eigi er lögmaður til."64 En ef til vill hafa þeir einnig verið
riðnir við framkvæmd dóma.65 Sennilega merkir þetta mann sem
stóð fyrir dómum eða dómara, hvort sem það var sýslumaður
sjálfur, lénsmaður hans eða annar umboðsmaður. Ósennilegt er að
þetta hafi verið sjálfstætt embættisheiti.
Svipuðu máli gegnir um sóknarmenn. í Jónsbók er talað um
sóknarmenn sýslumanns eða valdsmanns og virðist átt við þá
menn sem annarsstaðar eru nefndir lénsmenn. Eitt og sér merkir
orðið sóknarmaður þó aldrei það sama og lénsmaður. í Grágás er
59 Sama fyrirkomulag tíðkaðist í Noregi. Sjá Rolf Fladby, „Lensmann".
60 í Járnsíðu er aðeins talað um valdsmenn en ekki sýslumenn. Umboðsmað-
ur virðist vera almennt orð um þá sem umboð hafa, svipað og í dag, en
ekki eiginlegur embættistitill.
61 Sjá t.d. Björn Þorsteinsson, /slenzka skattlandiö, bls. 69; Jón Jóhannesson,
Saga íslandinga II, bls. 85; Björn Þorsteinsson og Sigurður Líndal, „Lögfest-
• ing konungsvalds", bls. 57-58.
62 Páll Vídalín áttaði sig á þessu. Sjá Páll Vídalín, Skýringar yfir fornyrði lög-
bókar, bls. 395-97.
63 Jónsbók, bls. 39, 58, 59, 60, 270 og 285.
64 Sama heimild, 258.
65 Sbr. Jónsbók, bls. 286 (Réttarbót Eiríks konungs).