Saga - 1998, Page 159
TENGSL ÞÉTTBÝLISMYNDUNAR OG VESTURHEIMSFERÐA 157
ir stóðu. Á árabilinu 1870-1914 fluttust tæplega 15.000 íslending-
ar vestur um haf.10 Það svarar til þess að að meðaltali hafi 4,6 af
hverjum þúsund íbúum landsins flust þangað árlega. Hins vegar
var fjöldi vesturfara héðan mjög sveiflukenndur milli ára og sum
árin fluttust hlutfallslega fleiri frá íslandi en frá nokkru öðru
Norðurlandanna. Þetta á t.d. við um árið 1887 en það ár fluttust
um 27 af hverjum þúsund Islendingum vestur um haf.
Á síðustu áratugum hafa rannsóknir á Vesturheimsferðum horf-
ið frá því að athuga fólksflutninga frá heilum þjóðríkjum en í stað
þess hafa fræðimenn beint sjónum að einstökum landsvæðum eða
bæjum. Komið hefur í ljós að verulegur svæðisbundinn munur
var á fólksflutningum vestur um haf á 19. öld og fyrri hluta 20.
aldar. Verulegur munur virðist þannig oft hafa verið á búferla-
flutningum frá landbúnaðarhéruðum annars vegar og frá stærri
bæjum og borgum hins vegar. Úr sveitum fluttust gjarnan heilar
fjölskyldur og skyldulið þeirra en algengara var að fólk sem flutt-
ist úr borgum færi einsamalt.11 Sömuleiðis hefur verið bent á að
konur voru oft fleiri meðal vesturfara úr þéttbýli en úr dreifbýli.
Hlutur kvenna í vesturfarahópnum frá Norðurlöndunum jókst
ennfremur eftir því sem nær dró aldamótum og frá mörgum land-
svæðum á Norðurlöndum fluttust á síðustu tveimur áratugum
vesturferða fleiri konur en karlar til Ameríku. Samhliða því varð
algengara að konur færu einar vestur um haf, en ekki í fylgd eig-
mmanna eða annarra fjölskyldumeðlima.12
H Júníus Kristinsson, Vesturfaraskrá 1870-1914, tafla 7, XXIV. - Helgi Skúli
Kjartansson, „Emigrant Fares and Emigration from Iceland to North
America", bls. 3.
11 Kevin Schurer, „The role of the family in the process of migration", bls.
106-42. - Sten Carlsson, „Chronology and Composition of Swedish
Emigration to America", bls. 130-32. - Lars-Göran Tedebrand, Vásternorr-
land och Nordamerika 1875-1913, bls. 165-67. - Bo Kronborg og Thomas
Nilsson, „Stadsflyttare", bls. 130-31. - Ann-Sofie Ohlander, „Utvandring
°ch sjalvstandighet", bls. 111-13.
12 Sjá t.a.m. Hans Norman og Harald Runblom, Transatlantic Connections, bls.
88-89 og 267-68. - Bo Kronborg og Thomas Nilsson, Stadsflyttare, bls.
128-30. - Ann-Sofie Ohlander, „Utvandring och sjálvstandighet", bls.
110-12. Um ólíkt nrynstur flutninga karla og kvenna eftir því hvort þau
fluttust úr sveit eða bæ frá öðrum Evrópulöndum sjá E.G. Ravenstein,
»The Laws of Migration".