Saga - 1998, Page 162
160
ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR
Seyðisfjörður er ... frábrugðinn hinum bæjunum í þvf, að
hér eru miklu meiri mannvirki, t.d. stórskipabryggjur, en
nokkrum öðrum stað á landinu, því hér geta hæglega legið
við bryggjur 5-6 gufuskip í einu og taka víða ekki grunn, þó
þau væru mörg þúsund lestir að stærð. ... Bænum svipar til
útlendra nýlendubæja, og orsökin er hér, sem þar, að hann
hafa bygt menn úr ýmsum áttum og ýmsum löndum og
gert það á fám árum.23
Fólksfjölgun varð mest á Seyðisfirði á síðasta áratugi 19. aldar. Þá
fjölgaði íbúum Dvergasteinssóknar um nærri helming, úr liðlega
600 í 1200.24 Mörgu í fólksfjöldaþróun á Seyðisfirði svipaði til þró-
unar í vaxandi þéttbýli annars staðar á Vesturlöndum við upphaf
iðnvæðingar. Heildarflutningstíðnin var há og reyndar umtalsvert
hærri en almennt í borgum annars staðar á Norðurlöndum.25 Til
vitnis um þá hreyfingu sem var á staðnum má geta þess að aðeins
liðlega 10% húsráðenda í sókninni voru fædd innan sóknarmarka
og 60% íbúanna voru yngri en þrítugir.26
Atvinnulíf á Seyðisfirði varð fyrir margvíslegum áföllum við
upphaf þessarar aldar.27 Við það var kippt fótum undan afkomu
fjölmargra fjölskyldna og einstaklinga sem þangað höfðu flust
árin og áratugina á undan og fjöldi fólks neyddist til að flytjast bú-
23 Þorsteinn Erlingsson, „Seyðisfjörður um aldamótin 1900", bls. 195.
24 Þ.í. Dvergasteinn: Sóknarmannatöl 1884-93 og 1894-1903.
25 Á árabilinu 1885-1905 fór heildarflutningstíðnin á Seyðisfirði aðeins eitt ár
undir 200 á hverja þúsund fbúa og flest árin var hún um og yfir 300 á hvert
þúsund. í fáum erlendum rannsóknum á búferlaflutningum í vaxandi
borgum hefur verið sýnt fram á hærri fluningstíðni en 300 á hverja þúsund
íbúa. Ólöf Garðarsdóttir, „Á faraldsfæti", bls. 25-26. Gott yfirlit um fólks-
flutninga til og frá þéttbýli er að finna í van der Woude, A., de Vries, J. og
Hayami A., „Introduction", bls. 14-15. Um flutningstíðni í borgum á
Norðurlöndum sjá t.a.m. Hans Norman, Frán Bergslagen till Nordamcrika,
bls. 110-11. - Bo Öhngren, Folk i r'órelse, bls. 76-77. - Bo Kronborg og Thom-
as Nilsson, Stadsflyttare, bls. 55. - Jan E. Myhre, „Fra smáby till storby."
26 Ólöf Garðarsdóttir, „Á faraldsfæti", bls. 25.
27 Meðal fyrirtækja sem hættu rekstri á Seyðisfirði um aldamótin var Garð-
arsfélagið. Heimir Þorleifsson, Saga íslenskrar togaraútgerðar, bls. 42-43. -
Gísli Ágúst Gunnlaugsson og Loftur Guttormsson, „Household Structure
and Urbanization", bls. 323-24. - Ólöf Garðarsdóttir, „Á faraldsfæti", bls.
21-22.