Saga - 1998, Page 179
TENGSL ÞÉTTBÝLISMYNDUNAR OG VESTURHEIMSFERÐA 177
Tafla 5. Hlutfall kvenna afvesturfórum semfóru einir til Ameríku úr Jök-
uldals- og Hh'ðarhreppi ogfrá Seyðisfirði 1870-1909
Seyðisfjörður Jökuldals- og Hlíðarhreppur
Tfmabil Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
1870-1889 105 47,6 23 21,7
1890-1909 123 62,5 33 42,4
Heimild: Júníus Kristinsson,Vesturfaraskrá 1870-1914, bls. 24-31 og 45-57.
lok síðustu aldar, þar sem eftirspurn eftir verkafólki var mjög mik-
il og kaupgjald hátt á meðan atvinnuástand var sem blómlegast á
staðnum. Um aldamótin bjó talsvert af velefnuðu millistéttarfólki
á Seyðisfirði50 og þó nokkur eftirspurn hefur vafalítið verið eftir
vinnukonum til innanhússtarfa. Sennnilega má þó gera ráð fyrir
að allflestar þær einhleypu konur sem bjuggu á Seyðisfirði á síð-
ari hluta 19. aldar hafi verið í dæmigerðum verkakvennastörfum.
Um síðustu aldamót bjuggu á Seyðisfirði talsvert fleiri konur en
karlar og var kynjahlutfallið þar óhagstæðara körlum en annars
staðar á landinu. Árið 1901 var kynjahlutfallið á Seyðisfirði 786
karlar á móti 1000 konum, en á sama tíma var kynjahlutfallið á
landinu 919 karlar á móti 1000 konum. Margar erlendar rannsókn-
lr hafa sýnt að við upphaf iðnvæðingar bjuggu mun fleiri konur
en karlar í mörgum borgum, einkum þar sem uppgangur var mik-
'11 og atvinnulíf fjölþætt.51 Ójafnt kynjahlutfall skýrir svo aftur
50 Manntalsárið 1901 fengust 25% karlmanna yfir 16 ára aldri á Seyðisfirði
ýmist við störf tengd verslun og þjónustu eða voru opinberir embættis-
menn. Rúmlega 20% tilheyrðu iðnaðarmannastétt. (Byggt á upplýsingum
manntalsins 1901). Ólöf Garðarsdóttir, „Á faraldsfæti", bls. 20.
51 í mörgum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að í vaxandi borgum með
fjölþætt atvinnulíf bjuggu yfirleitt umtalsvert fleiri konur en karlar. Sjá
t.a.m. E. G. Ravenstein, „The Laws of Migration". - Gösta Ahlberg, Stock-
holms befolkningsutveckling. - Lars-Göran Tedebrand, Vasternorrland och
Hordamerika, bls. 120-22. - Bo Kronborg og Thomas Nilsson, Stadsflyttare,
bls. 58-59. - Jan E. Myhre, „Fra storby til smáby", bls. 91. - Um ójafnt
kynjahlutfall í þéttbýli á íslandi, sjá Guðrún Ólafsdóttir, „Reykvískar kon-
ur í ljósi manntalsins 1880". - Helgi Skúli Kjartansson, „Fólksflutningar til
Reykjavikur 1850-1930" og Ólöf Garðarsdóttir, „Á faraldsfæti", bls. 7-11
°g 39-43.
12~SAGA