Saga - 1998, Síða 191
GÍSLI EINARSSON SKÓLAMEISTARI
189
og náttúruvísindi, þótt þeir séu nú kunnari fyrir störf á öðrum
sviðum.
Gísli Magnússon, eða Vísi-Gísli eins og hann var oftast kallaður,
varð sýslumaður í Múlaþingi árið 1650 og fékk Rangárþing 1659.
Hann verður jafnframt að teljast í hópi fyrstu náttúrufræðinga á
Islandi. Á námsárum sínum fór hann víða og nam meðal annars
stærðfræði hjá fjölfræðingnum Jakobi Golíusi í Leiden.8 Páll
Björnsson, dóttursonur Arngríms lærða Jónssonar (1568-1648),
var rektor að Hólum í einn vetur (1644-45) áður en hann varð
prestur í Selárdal. Hann var einn af lærðustu mönnum hér á landi
á sautjándu öld og fjölhæfur mjög. Hann mældi breidd Bjargtanga
°g í handriti eru til eftir hann rímreglur frá 1701 og ritgerð um
lengd sólarársins.9 Páll var vinur og frændi Brynjólfs biskups og
saman héldu þeir meðal annars verndarhendi yfir séra Þórði
Sveinssyni (1623-67), sérkennilegum hugvits- og hagleiksmanni,
sem var að mestu sjálflærður í stærðfræði og stjörnufræði. Sagnir
herma að Þórður hafi þýtt rit Kóperníkusar á íslensku sem og
ýmis önnur rit með stærðfræðilegum áherslum.10
Runólfur Jónsson tók við af Páli sem skólameistari að Hólum
árið 1645 og hélt því embætti þar til hann sneri aftur til Hafnar
1649. Hann var talinn ágætt latínuskáld og lagði sérstaka stund á
íslenska málfræði. Á Hólum lagði hann einnig stund á stærðfræði,
mældi breidd staðarins og gerði tilraun til að ákvarða lengd hans,
en tókst ekki sem skyldi vegna tækjaskorts.11
Eins og áður er getið skráði Gísli Einarsson sig í tölu stúdenta
við Hafnarháskóla í desember árið 1644. Meðal þeirra íslendinga
sem voru samtíma honum í Höfn má nefna Pál Hallsson (d. 1663),
8 Jakob Benediktsson, „Gísli Magnússon (Vísi-Gísli)". - Sjá einnig Þorvaldur
Thoroddsen, Landfræðissaga íslands II, bls. 116-32. - Um Jakob Golíus
(1596-1667) má meðal annars Iesa í ritinu De Leidse Sterrewacht eftir G. van
Herk, H. Kleibrink og W. Bijleveld, bls. 12-18.
9 Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands II, bls. 143-49. - Sjá einnig
grein Hannesar Þorsteinssonar, „Páll Björnsson prófastur í Selárdal".
10 Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands II, bls. 67-68.
U Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands II, bls. 71-72. - Páll Eggert
Ólason, /slenzkar æviskrár IV, bls. 179. - íslendingar í Danmörku, bls. 79-80. -
Sjá einnig grein Guðrúnar Kvaran, „Grammaticæ islandicæ rudimenta. ís-
lensk málfræðibók frá 17. öld".