Saga - 1998, Page 192
190
EINAR H. GUÐMUNDSSON
Þorkel Arngrímsson Vídalín (1629-77) og Þórarin Eiríksson (d.
1659). Ekkert er nú vitað um samskipti Páls og Gísla. Þau gætu
hafa verið talsverð, því Jorgen From var einnig einkakennari Páls,
en ekki er til þess vitað að Páll hafi sérstaklega lagt stund á stærð-
fræðilegar greinar. Að námi loknu var Páll um skeið kennari að
Hólum en fór aftur utan og varð að lokum prestur í Danmörku.12
Um samskipti Þorkels og Gísla er einnig flest á huldu. Þorkell var
sonur Arngríms lærða og sjálfur hinn lærðasti maður, einkum í
náttúrufræði og læknislist.13 Einkakennari hans í Höfn var fjöl-
fræðingurinn og íslandsvinurinn Ole Worm (1588-1654) sem var
líklega einn áhrifamesti fræðimaður Dana á þessum árum.14
Þórarinn Eiríksson var um tíma prestur í Heydölum en starfaði
síðustu ár ævinnar sem fornritaþýðandi konungs. Honum varð þó
lítið úr verki enda mjög óreglusamur. Hann stundaði nám við há-
skólann á árunum 1640-43 og aftur 1646-49. f fyrra skiptið hafði
hann sem einkakennara hinn fræga Longomontanus (1562-1647),
sem var prófessor í stjörnufræði og nánar verður fjallað um hér á
eftir. Lítið er vitað um samskipti Þórarins og Gísla annað en það
sem lesa má í bréfi hins fyrrnefnda til Worms 29. júlí 1650. í bréf-
inu ber Þórarinn hönd fyrir höfuð sér vegna skriflegrar kæru frá
Gísla, sem hann segir Gísla hafa samið drukkinn til að reyna að
beina augum manna frá eigin ávirðingum.15 Málið virðist hafa
snúist um áflog milli Þórarins annars vegar og Gísla, Þorkels og
Teits Torfasonar hins vegar.16 Hverjar málalyktir urðu er ekki vit-
að.
í ríkisskjalasafni Dana er að finna bréf frá Gísla til Ottós Krags
(1611-66) ritara konungs. í bréfinu, sem er dagsett 3. apríl 1649,
biður Gísli Krag um „að hjálpa sér til að fá styrk hjá konungi til að
halda áfram námi í Arithmetik, Geometri og Sphærica, sem hing-
aðtil hafi ekki verið kennt í Skálholtsskóla".17 Yfirvöld brugðust
12 Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár IV, bls. 120.
13 Vilmundur Jónsson, Lækningar, Curationes, séra Þorkels Arngrímssonar, bls.
2542 og 183-93.
14 Sjá t.d. grein Halldórs Hermannssonar, „Ole Worm".
15 Jakob Benediktsson, Ole Wortn's correspotidence with Icelanders, bls. 265-71
og 486-89. - Sjá einnig Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár V, bls. 71.
16 Teitur Torfason (d. 1668) varð síðar ráðsmaður í Skálholti.
17 „Ævir lærðra manna", bls. 21 í kaflanum um Gísla Einarsson.