Saga - 1998, Page 196
194
EINAR H. GUÐMUNDSSON
Evrópu. Eins og svo margar aðrar byggingar sem Kristján fjórði
lét reisa var turninum öðrum þræði ætlað að varpa ljóma á nafn
konungs, og er Kristjáns nú minnst sem eins framkvæmda-
samasta og ástsælasta konungs Dana. Hann er þó einnig þekktur
í sögu vísindanna fyrir að hrekja hinn skapstóra Tycho Brahe í út-
legð árið 1597 og láta eyðileggja mikið af byggingum hans á
Hveðn, þar á meðal hinar víðkunnu stjörnuathugunarstöðvar Úr-
aníuborg og Stjörnuborg. Er almennt talið að frægð eins mesta vís-
indamanns, sem Norðurlönd hafa átt, hafi verið meiri en konung-
ur þoldi, enda mun Brahe ekki hafa verið hinum unga og metnað-
argjarna konungi nógu undirgefinn. í því sambandi ber að hafa í
huga, að Brahe hafði verið skjólstæðingur Friðriks annars, föður
Kristjáns, og frægð hans hlaut því ávallt að tengjast nafni Friðriks
frekar en Kristjáns. Ekki bætti heldur úr skák að hann átti sér
marga öfundarmenn í hópi aðalsmanna og embættismanna í
Kaupmannahöfn.24
Yfirumsjón með uppbyggingu stjörnuathugana í Sívalaturni
hafði fyrsti prófessorinn í stjörnufræði við Hafnarháskóla, öld-
ungurinn Christen Sorensen Lomberg, öðru nafni Longomontan-
us, sem áður hefur verið minnst á.2S Hann var lærisveinn og arf-
taki Brahes og vel að sér í verkum meistarans. Hans er nú einkum
minnst fyrir bókina Dönsk stjörnulist (Astronomia Danica) sem
kom fyrst út í Amsterdam árið 1622. Bókin kynnir mæliaðferðir,
rannsóknaniðurstöður og heimsmynd Brahes á kerfisbundinn
hátt, en þótt Longomontanus hafi verið ákafur fylgismaður
Brahes fjallar hann einnig ítarlega um sólmiðjukenningu
Kóperníkusar sem og um jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar. Verk
þetta var ein helsta kennslubók í stjörnufræði í Danmörku og víð-
ar allt fram á daga Oles Romers (1644-1710) og áhrifa frá henni
gætti jafnvel í Kína.26 Vart fer á milli mála að þekking Gísla Einars-
24 V.E. Thoren, The Lord of Uraniborg. - Einar H. Guðmundsson, „Tycho Brahe
og íslendingar". - Per-Áke Björklund, Tycho Brahe og Kamarillacn.
25 Sjá t.d. Kebenhavns Universitet 1479-1979 XII, bls. 270-77. - Dansk Astrononú
Gennem Firehundrede Ár I, bls. 50-54. - Niels Nielsen, Matematiken i Dantnark
1528-1800, bls. 133-38. - Einnig er fjallað um Longomontanus í höfunda
skrá Ehrencron-Mullers V, bls. 181-85 og í Dansk Biografisk Leksikon 9, b*s'
109-10.
26 Sjá Keizo Hashimoto, „Longomontanus's Astronomia Danica in China •