Saga - 1998, Page 198
196
EINAR H. GUÐMUNDSSON
og Jorgen From, sem áður hefur verið getið. Torm var tengdason-
ur Oles Worms og prófessor í stærðfræði við Háskólann á árunum
1636 til 1645, en þá gerðist hann prestur við Frúarkirkju.28 From
tók við af Torm sem prófessor í stærðfræði og var í því starfi þar
til hann varð prófessor í stjörnufræði eftir Longomontanus 1647.
Því embætti hélt hann til dauðadags, en hann lést árið 1651, 45 ára
að aldri.29 Framlag Froms til stjörnufræðinnar jafnast ekki á við
verk forvera hans, en hann varð þó fyrstur manna í Danmörku til
þess að nota sjónauka til stjarnmælinga. Á þessum árum var sól-
miðjukenning Kóperníkusar langt komin með að leysa jarðmiðju-
kenninguna endanlega af hólmi, en eins og Longomontanus hafði
áður gert, þá héldu nemendur hans, þeir Torm og From, enn upp1
vörnum fyrir heimsmynd Brahes. Sú mynd, sem var blanda úr
jarðmiðju- og sólmiðjukenningu, setti jörðina í miðju alheimsins
og um hana gengu sól og tungl. Reikistjörnurnar fimm gengu hins
vegar á hringlaga brautum um sólu og fylgdu henni á hringsóli
hennar um jörðina.30 Þegar hér var komið sögu, átti heimsmynd
Brahes sér fáa fylgismenn í Evrópu, en það var ekki fyrr en undir
lok 17. aldar, sem sólmiðjukenningin varð endanlega ofan á sem
hin ríkjandi heimsmynd í Danmörku og þar með væntanlega á Is-
landi. Það virðist því nokkuð ljóst, hvaða hefð í stjörnufræði Gísh
Einarsson og aðrir íslenskir menntamenn um miðja 17. öld hafa
haft í farteskinu, þegar þeir komu heim frá námi í Kaupmanna-
höfn.
Stærðfræði og náttúruspeki
Til viðbótar námi í hinum stærðfræðilega hluta stjörnufræðinnar
(Sphærica) hlýtur Gísli meðal annars að hafa lagt stund á hefð-
bundnar stærðfræðigreinar svo sem sígilda rúmfræði (Geo-
metria), þríhyrningafræði (Trigonometria) og reikningslist eða töl-
vísi (Arithmetica). Stærðfræðinámið við Hafnarháskóla mun hafa
28 Dansk Astronomi Gennem Firehundrede Ár 1, bls. 56. - Dansk Biografisk Lcksik0"
14, bls. 652-53. - Nielsen, Matematiken i Danmark 1528-1800, bls. 203-204-
29 Dansk Astronomi Gennem Firehundrede Ar 1, bls. 55-56. - Dansk BiograPs
Leksikon 5, bls. 28-29. - Nielsen, Matematiken i Danmark 1528- 1800, k> s
73-74.
30 Sjá t.d. bók Þorsteins Vilhjálmssonar, Heimsmynd á hverfanda hveli II,
28-48.