Saga - 1998, Page 200
198
EINAR H. GUÐMUNDSSON
Almariókin 1650
Áður en Gísli Einarsson fór frá Kaupmannahöfn reiknaði hann
danskt almanak fyrir árið 1650 og undirbjó prentun þess í tveim-
ur mismunandi útgáfum. Ritin hafa að öllum líkindum komið út
í verulegu upplagi eins og venja er með árleg almanök. Þau eru
bæði dæmigerð fyrir sinn tíma og líkjast í öllum meginatriðum
öðrum dönskum almanökum frá miðri sautjándu öld. Annað er
venjulegt almanak, 24 síður að lengd í mjög smáu („sextán blaða")
broti:
Almanach Paa det Aar Effter vor Frelseris Jesu Christi Fodsel
M. DC. L. Beregnit effter Planeternes Lob, Til Elevatioem, poli,
gr. 55. min. 43. under hvilcken Kiobenhaffn ligger, Aff Gislao
Enario Islando, Mathematum Studioso. Cum Privileg. S. R-
Maj. - Prentet i Kiobenhaffn, Aff Melchior Martzan, Acad.
Typograph.
Hitt er svokallað skrif-almanak, 56 síður í áttblöðungsbroti með
sama dagatali og hið fyrra en með stórum eyðum á milli daga,
sem ætlaðar eru fyrir athugasemdir og minnispunkta eigandans:
Schriff Calender, Paa det Aar effter vor Herris Jesu Christi
Fodsel M. DC. L. Beregnet Aff Gislao Enario Islando. Cum
Privilegio S. R. Maj. - Prentet i Kiobenhaffn, Aff Melchior
Martzan.34
lærisveinn hans og síðar tengdasonur, Ole Romer, komu til sögunnar. Til
gamans má minna á að Erasmus Bartholin, sem var sonur Caspars Barthol-
ins og bróðir hins þekkta læknis Thomasar Bartholins (1616-80), vakti fyrst
alþjóðlega athygli árið 1669, þegar hann gaf út rit sitt um tvöfalt ljósbrot í
íslensku silfurbergi, Experimenta Crystalli Islandici Quibus mira et insolita
Refractio detegitur. Uppgötvun sína gerði Bartholin við rannsóknir á silfur-
bergskristöllum, sem hann hafði fengið senda frá Helgustöðum í Reyðar-
firði árið áður. Nokkru síðar notaði Christian Huygens (1629-95) niðurstöð-
ur Bartholins í tímamótaverki sínu um ljósfræðina, Traité de la Lutniére
(1690) og hið sama gerði Isaac Newton (1642-1727) í bók sinni um sama
efni, Optice, sem kom út 1706. Verk Bartholins var nýlega gefið út að nýju
ásamt enskri þýðingu T. Archibalds. Sjá einnig greinar J.A. Lohnes og Leós
Kristjánssonar. Um Bartholin og silfurbergið í Helgustaðafjalli má einrug
lesa í 2. bindi Landfræðissögu Þorvalds Thoroddsens, bls. 175-76 og í fyrsta