Saga - 1998, Side 204
202
EINAR H. GUÐMUNDSSON
stjarnvísi, sem inniheldur meðal annars Oddatölu, kom ekki á
prenti fyrr en 1780 og þá í fræðilegri útgáfu.37
Kennari í Skálholti
Með bréfi dagsettu 7. apríl 1649 skipaði Friðrik þriðji Danakon-
ungur Gísla Einarsson í stöðu kennara við latínuskólann í Skál-
holti. í bréfinu er Gísli kallaður Gisloff Eivertsen og eru ástæðurn-
ar fyrir því ekki kunnar, en líklegast er að hér sé eingöngu um að
ræða dæmigerða fordild að hætti þess tíma. Þar segir meðal ann-
ars:
Eftersom vi naadigst ere kommen udi forfaring, ingen
Mathesin hiidindtil at haffe lært paa vort land Island, och
vi nu naadigst erfare nærverende Gisloff Eivertsen
ulastelige fundamenta at schall haffve lagt der udi, da haff-
ver vi hannem naadigst tilforordnet, och her med tilfor-
37 Sjá grein Einars H. Guðmundssonar, „Stefán Björnsson reiknimeistari". -
Rímbeglu, sem og flesta aðra íslenska miðaldatexta um rímfræði og stjarn-
vísi, er að finna í riti N. Beckmans og Kr. Kálunds, Alfræði íslenzk. - Margs-
konar fróðleik um þetta efni er að finna í bók Þorsteins Sæmundssonar,
Stjömufræði - Rtmfræði og í eftirtöldum greinum hans: „Formáli" að Calend-
ariutn. íslenzkt rtm 1597. - „Fingrarím". - „Almanak Háskólans 150 ára". -
Sjá einnig Jón Þorkelsson, „Eptirmáli". - Halldór Hermannsson, „íslenskar
rímbækur og almanök". - Árni Björnsson, „Tímatal". - Þorgerður Sigur-
geirsdóttir, „Skyggnzt í sögu almanaksins". - Fyrsta prentaða íslenska rím-
talið er að öllum líkindum Calendarium Islandicum, sem Guðbrandur Þor-
láksson setti framan við bænabókina, er hann gaf út á Hólum árið 1576.
Næst í röðinni er Calendarium, Islendskt Rijm frá 1597, sem þeir Guðbrand-
ur og Arngrímur lærði unnu að. Það kom út aftur lítilega breytt árið 1611,
en síðan liðu sextíu ár þar til rím var aftur prentað hér á landi. Var það
Enchiridion, handbók með rími eftir Þórð biskup Þorláksson, sem út kom
1671. Hann gaf einnig út örsmátt Riim Tal Islendskt 1687, einu ári fyrir dauða
Gísla Einarssonar, og að lokum stærri bók, Calendarium Perpetuum. Ævar-
ande Tijmatal árið 1692. Þessar íslensku rímbækur frá sextándu og sautjándu
öld eru ekki almanök í eiginlegum skilningi, heldur svokölluð „ævarandi
dagatöl" eða „eilífðarrím", og til þess að þau kæmu að fullum notum þurf-
tu menn að þekkja hugtök eins og sólaröld og tunglöld og kunna skil á
sunnudagsbókstaf, gyllinitali og pöktum. Þau voru þvf langt frá því að vera
jafn þægileg í notkun og árleg almanök.