Saga - 1998, Page 205
GÍSLI EINARSSON SKÓLAMEISTARI
203
ordner, ungdommen udi Skalholt schole och andre paa
forneffnte vort land Island, som det aff hannem begierende
vorder, in fundamentis Arithmeticæ, Geometriæ och
Astronomiæ at instituere och oplære, for hvilchen hans
umage vi hannem naadigst haffver bevilget, indtil vi and-
erledis hannem tilsigendis, och saa lenge hand sig flittig i
samme sin bestilling bevisendis vorder, efterfolgende tvege
Jorder a Sidu i Schafftefels Syssel, (hvor aff efter hans ber-
etning vi och Kronen aarligen schall haffve Sex och trediff-
ve Rixdr. til indkombst) dog at saa frembt fornefnte Jorder
(mere end) bemelte 36 Rdr. drage kand, det da at komme os
och Kronen allene til beste .. .38
Að öllum líkindum hefur Gísli hafið kennslustörf haustið 1649.
Starfsheiti hans var heyrari (locator) en svo voru kennarar kallað-
ir í þá daga og gefur orðið eitt vissa vísbendingu um kennsluhætti
í latínuskólum fyrr á tímum. Eins og áður er getið var Brynjólfur
Sveinsson biskup í Skálholti á þessum árum og hafði sem slíkur
yfirumsjón með skólanum, en skólameistari var Þorleifur Jónsson,
sá er dispúterað hafði um heiminn í Kaupmannahöfn árið 1644.
Hann þótti stjórnsamur mjög, hélt uppi góðum aga og „var vel
laerður og lögvitur maður án yfirdrepsskapar og alls yfirlætis"
eins og segir í Skólameistarasögum.39 Gísli tók svo við embætti
skólameistara í ársbyrjun 1651, þegar Þorleifur vígðist til prests í
Odda. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig, því sunnudaginn sem
yígslan fór fram, brann Skálholtsskóli því sem næst til grunna
vegna gáleysis skólapilta með kyndingareld. Var Gísla að nokkru
kennt um, því hann hafði gefið piltunum leyfi til að hita skólann.
^á því með sanni segja að rúmlega tíu ára ferill Gísla sem skóla-
nreistara hafi verið reistur á rjúkandi brunarústum.
Á meðan Gísli var skólameistari bjó hann, hin síðari ár að
minnsta kosti, í Þrándarholti í Gnúpverjahreppi. Eins og fram
kemur í skipunarbréfinu frá 1649 fékk hann upphaflega í laun af-
gjald tveggja konungsjarða í Skaftafellssýslu og voru það hinar
svokölluðu Flögujarðir á Síðu. Þessum afgjöldum hélt hann eftir
38 Magnús Ketilsson, Forordninger og aabne Breve III, bls. 11-12. Sjá einnig bls.
15 í sama riti.
39 Jón Halldórsson og Vigfús Jónsson, Skólameistarasögur, bls. 137.