Saga - 1998, Page 206
204
EINAR H. GUÐMUNDSSON
að hann varð skólameistari, til viðbótar öðrum fríðindum, og tel-
ur Jón Halldórsson að af þeim sökum hafi enginn skólameistari
haft meiri laun en hann, en hann „græddi þó ekki peninga stórum,
því hann hafði ekki verið upp á búsýslu, en hneigður til drykkju-
skapar, og fór þá margt ráðlauslega, bæði í orðum og athöfnum".40
Eins og Jón víkur hér að og nánar verður fjallað um síðar lenti
Gísli í ýmsu á ferli sínum. Til dæmis lá við árið 1653 að hann
missti embætti sitt vegna áfloga. í því máli sem endranær naut
hann þó stuðnings Brynjólfs biskups, sem hafði á honum mikið
álit, bæði sem kennara og lærdómsmanni. Þá spillti það ekki fyrir
Gísla að hann var sérlega vel látinn af lærisveinum sínum og al-
mennt talinn í hópi lærðustu manna hér á landi.
Latmuskólinn
Samkvæmt konungsboði frá 1552 var skólunum við biskupsstól-
ana í Skálholti og að Hólum ætlað það hlutverk að mennta prests-
efni.41 Höfuðnámsgreinin var þar af leiðandi guðfræði, en eins og
nafnið latínuskóli ber með sér var latínan einnig mjög fyrirferðar-
mikil í náminu og miðaðist kennslan við það að nemendur yrðu
færir um að lesa, skrifa og tala þetta mikilvæga alþjóðamál lærðra
manna. Ásamt latnesku málfræðinni var hinum þrívegsgreinun-
um, mælskulist og rökfræði, einnig ætlað að styðja guðfræðinám-
ið, sem lengi vel var í mjög föstum skorðum. Grísku var farið að
kenna um og upp úr 1600 og smám saman urðu aðrar hægfara
breytingar, meðal annars fyrir tilstilli biskupa, skólameistara og
heyrara, sem margir hverjir höfðu hlotið góða menntun erlendis.
Þessir íslensku menntamenn settu að sjálfsögðu mót sitt á skólana,
hver með sínum hætti. Eitt þekktasta dæmið frá sautjándu öld eru
40 Jón Halldórsson og Vigfús Jónsson, Skólameistarasögur, bls. 140^41. - Um
laun skólameistara og heyrara má meðal annars lesa í riti Helga Þorláks-
sonar, Sautjánda óldin, bls. 90-91.
41 Um sögu latínuskólanna hefur ýmislegt verið ritað. Af heimildum, sem
þegar hafa verið nefndar, má til dæmis benda á Skólameistarasögur Jóns
Halldórssonar og Vigfúsar Jónssonar, grein Janusar Jónssonar og 5. bindi
af Sögu íslendinga eftir Pál Eggert Ólason, bls. 219-39. - Um skólahald á ís-
landi fyrir daga latfnuskólanna má lesa í ritinu Saga íslands I (Sigurður Lm'
dal ritstj.), bls. 260-67.