Saga - 1998, Page 207
GÍSLI EINARSSON SKÓLAMEISTARI
205
breytingar Brynjólfs biskups á rökfræðikennslunni í Skálholti, en
á fyrstu árum sínum þar ákvað hann að draga úr áherslum á
heimspeki Aristótelesar. í staðinn kynnti hann skólapiltum rök-
fræði franska fjölfræðingsins Pierre de la Ramée (1515-72) eða
Ramusar eins og hann nefndist á latínu, en Brynjólfur var mikil
aðdáandi hans.42
Brynjólfur mun einnig hafa verið því fylgjandi, að meiri áhersla
en áður yrði lögð á fjórveginn, en eins og áður sagði var þar um
að ræða reikningslist, flatarmálsfræði, stjörnufræði og tónfræði.43
brjár fyrstnefndu greinarnar höfðu reyndar aldrei verið hluti af
náminu í Skálholtsskóla og það ástand hélst óbreytt þar til Gísli
Einarsson kom til starfa. Þetta kemur meðal annars skýrt fram í
skipunarbréfi Gísla hér á undan, en þar segir konungur að hann
hafi komist að því, að fram að þessu hafi stærðfræði ekki verið
kennd á íslandi. Hér er að sjálfsögðu átt við formlega kennslu á
Vegum latínuskólanna. Hins vegar má leiða getum að því, að ein-
staka kennarar og aðrir lærdómsmenn, sem eitthvað kunnu fyrir
Ser í stærðfræði, hafi oftar en ekki veitt efnilegum nemendum til-
sogn í reikningslist og stjarnvísi. Sem dæmi má nefna, að Arn-
§nmur lærði segir frá því í minningarriti sínu um Guðbrand bisk-
UP/ að hann hafi kennt sér og frænda sínum, Guðmundi Einars-
syni (um 1568-1647), stjörnufræði.44
Engar minjar eru til um kennslu Gísla Einarssonar í Skálholti.
Ekkert er vitað um það hvaða bækur hann notaði, hvert námsefn-
■ð var eða hversu miklum tíma var varið í námið í stærðfræði og
stjörnufræði. Eflaust hefur hann reynt að haga kennslu sinni í
samræmi við það sem tíðkaðist í Danmörku á þeim tíma og kynnt
skólapiltuvn svipað námsefni og kennt var í dönskum latínuskól-
Urn/ t.d. í skólanum í Hróarskeldu, þar sem Brynjólfur biskup
ðl áður verið konrektor. í því sambandi má einnig geta þess, að
p°kkru áður en Gísli kom til landsins hafði Kristján fjórði falið
°IT|, lærimeistara Gísla, að semja kennslubók í stærðfræði og
42
43
44
Gunnar Harðarson, „Heimspeki og fornmenntir á íslandi á 17. öld". -
rynjólfur Sveinsson, „Skýringar við rökræðulist Ramusar (1640)".
Ja t.d. grein Gunnars Harðarsonar, „Latin philosophy in 17th century
keland".
^mgrfmur Jónsson, Aþanasia, bls. 26.