Saga - 1998, Page 208
206
EINAR H. GUÐMUNDSSON
stjörnufræði fyrir danska og norska latínuskóla, og skyldi hún
meðal annars búa nemendur undir nám við Hafnarháskóla. Bók-
in kom út í Kaupmannahöfn um það leyti sem Gísli var skipaður
í kennarastöðuna og hefur hún væntanlega verið tekin í notkun
sama ár.45 Það verður því að teljast mjög líklegt að Gísli hafi notað
hina nýju bók lærimeistara síns við kennsluna í Skálholti.
Bók Froms heitir Dönsk tölvísi eða stutt og skilmerkileg kennsla x al-
mennri, stjarnfræðilegri og landfræðilegri reikningslist, samin til xxotk-
unar í dönskum og norskum latínuskóluxn (Arithmetica Danica seu
brevis ac perspicua institutio arithmeticæ vulgaris, astronomicæ,
geodaeticæ, in usum gymnasiorum et scolarum Danicæ et Nor-
vegiæ adornata). Þrátt fyrir langan og hátíðlegan titil er ekki farið
sérlega djúpt í fræðin, alla vega í samanburði við námsefni fram-
haldsskóla á seinni hluta tuttugustu aldar. Mestur hluti bókarinn-
ar fjallar um einföldustu undirstöðuatriði talnareiknings, sem sé
samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu. Einnig eru tekin
fyrir einföld atriði úr flatarmálsfræði og rúmmálsfræði. Þetta mun
hafa verið hið staðlaða námsefni í stærðfræði fyrir danska latínu-
skóla á þessum tíma.
Eftir því sem næst verður komist munu þessi undirstöðuatriði
stærðfræðinnar ekki hafa verið kennd með formlegum hætti í
Hólaskóla og sVo virðist sem kennsla í stærðfræði hafi á nýjan leik
fallið niður í Skálholti eftir að Gísli lét af skólameistaraembætti
árið 1661. Hverjar ástæðurnar voru er ekki vitað. Það var svo ekki
fyrr en með tilskipuninni um latínuskóla frá 1743 sem í fyrsta
skipti var kveðið á um það, að í íslensku skólunum skyldi auk
venjulegra almennra greina einnig kenna reikning, „að minnsta
kosti 4 species í heilum tölum og brotum".46 Mikill misbrestur
varð þó á þessu og gekk það svo langt að skólapiltar þurftu oft að
kenna hver öðrum hið allra einfaldasta í almennum reikningi-47
Betri skipan komst á þessi mál árið 1822, þegar Björn Gunnlaugs-
son (1788-1876) varð kennari við Bessastaðaskóla, en þá var aftur
tekin upp regluleg kennsla í stærðfræðilegum greinum í íslensk-
45 Sjá Kaxicelliets Brevb^ger 1649, bls. 101. Bók Froms kom út tvisvar, í seinna
skiptið árið 1660.
46 Sjá Janus Jónsson, „Saga latínuskóla", bls. 38-39.
47 Sjá Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands III, bls. 190.