Saga - 1998, Side 210
208
EINAR H. GUÐMUNDSSON
Jóhannesar Sacroboscos (d. 1256?) um himinkúluna, De Sphæra,
sem var upphaflega skrifuð í kringum 1220 en kom fyrst á prenti
1472 og síðar í fjölmörgum öðrum útgáfum. Hún fjallar um grund-
vallaratriði stjörnufræðinnar og varð ein vinsælasta kennslubók
allra tíma í þeirri grein.50 í safni Brynjólfs var einnig önnur bók frá
miðöldum, Theorica planetarum, eftir óþekktan höfund, sem er
einskonar framhald af bók Sacroboscos. Eins og nafnið gefur til
kynna fjallar hún um föruhnetti, en það er samheiti fyrir reiki-
stjörnur, sól og tungl. Þessar tvær bækur byggja báðar á jarð-
miðjukenningu Ptólemaíosar og voru þær notaðar öldum saman í
evrópskum skólum sem kennslubækur í stjörnufræði.
Árið 1454 kom út ný bók um föruhnetti, Theoricæ novæ planetar-
um, eftir austurríska stjörnufræðinginn og stærðfræðinginn Georg
Peurbach (1423-61) og kom hún smám saman í stað hinnar gömlu
í háskólakennslunni, að minnsta kosti á meistarastigi. Hún kom út
í mörgum útgáfum, ekki síst eftir að þýski stjörnufræðingurinn
Erasmus Reinhold (1511-53), prófessor í Wittenberg, hafði skrifað
við hana viðauka og ítarlegar skýringar.51 Bók Peurbachs með
endurbótum og útlistunum Reinholds kom fyrst út 1542 og þetta
rit átti Brynjólfur biskup í einhverri útgáfu.52 Hann átti einnig bók
um náttúruspeki eftir einn þekktasta fræðimann sextándu aldar,
þýska guðfræðinginn Philipp Melanchthon (1497-1560), sem var
andlegur faðir hins áhrifamikla skóla í stjörnufræði og öðrum
lærdómslistum við fræðasetrið í Wittenberg.53 í safni Brynjólfs
50 Sjá t.d. grein Þorsteins Vilhjálmssonar, „Raunvísindi á miðöldum", sérstak-
lega bls. 44-45.
51 Frekari upplýsingar um verk og lífshlaup þeirra fræðimanna, sem nefndir
eru í þessum kafla, er meðal annars að finna í eftirtöldum ritum: C.C.
Gillispie (ritstj.), Dictionary of Scicntific Biography. - A. Berry, A Short History
of Astronomy. - D.E. Smith, History of Mathematics. - Upplýsingar um danska
vísindamenn er að finna í ritum, sem þegar hafa verið nefnd.
52 Til gamans má geta þess hér, að Guðbrandur Þorláksson hefur liklega ein-
nig átt þetta þekkta verk þeirra Peurbachs og Reinholds. Arngrímur lærði
segir frá því í minningargrein sinni um Guðbrand að hann hafi sjálfur
handleikið rit eftir þessa menn hjá Guðbrandi og séð þar ýmsar athug3'
semdir með hendi biskups (Aþanasia, bls. 26).
53 Sjá t.d. R.S. Westman, „The Melanchthon Circle". - Þó að ekkert sé hægt a<'1
fullyrða í þessu efni þá er ekki ólíklegt að bókin í safni Brynjólfs hafi verið
Initia doctrinae physicae frá 1549.