Saga - 1998, Page 212
210
EINAR H. GUÐMUNDSSON
ing, sem hefur sama flatarmál og tiltekinn hringur. Lýsingin í
bókaskránni gæti átt við ritið Inventio quadratnre circuli frá 1634.
Hitt verkið eru bækurnar tvær um sannleik rúmfræðinnar, De
veritatibus geometricis libri duo (1656), eftir Villum Lange (1624-82),
en sá tók við af Jorgen From sem prófessor í stjömufræði við
Hafnarháskóla árið 1652. Lange sinnti jafnframt ýmsum öðrum
störfum. Meðal annars var hann um tíma bókavörður konungs og
hafði sem slíkur nokkur samskipti við Brynjólf biskup.55
Auk áðurnefndrar bókar Melanchthons um náttúruspeki átti
Brynjólfur að sjálfsögðu verk Aristótelesar um sama efni ásamt
seinni tíma skýringum, meðal annars eftir Aristótelesarfræðing-
inn Jakob Schegk (1511-87). Hann átti og bækur Caspars Barthol-
ins, sem áður hefur verið minnst á, og jafnframt tvö yfirgripsmik-
il rit um náttúruspeki eftir ítalska stærðfræðinginn og náttúru-
spekinginn Geronimo Cardano (1501-76), De subtilitate frá 1550 og
De rerum varietate frá 1557. Þá má nefna hið þekkta verk Þjóðverj-
ans Péturs Apíans (1495-1552) um landafræði og kortagerð,
Cosmographia seu descriptio totius orbis (1524), og bók um veður-
fræði eftir landa hans, lækninn Wolfgang Meurer (1513-85). Að
lokum skal þess getið að í safni Brynjólfs voru tvö rit eftir norska
guðfræðinginn Kort Aslaksen (1564-1624), sem á sínum tíma
hafði verið í læri hjá Tycho Brahe. Fjallar annað þeirra um náttúru-
speki (líklega ritið De mundo frá 1607) en hitt um eðli hins þrefalda
himins, De natura coeli triplicis libelli tres (1597).
Halastjarnan 1652
Veturinn 1652 til 53 mun hafa verið harður hér á landi og veður oft
vond með miklum vindum og úrkomu. Þó sást sæmilega vel til
halastjörnu þeirrar, sem kennd er við árið 1652, og er hennar get-
ið í íslenskum annálum. í Ballarárannál segir til dæmis:
Þá um veturinn fyrir jól sást stjarna óvanaleg á loptinu,
stærri en vanaleg stjarna, og voru sem broddar út úr henni-
Þetta sögðu þeir, hana sáu.
55 Sjá t.d. Jón Helgason, Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, bls. 66-77,
114-16 og 143-53. - Dansk Biografisk Leksikon 14, bls. 505-506.