Saga - 1998, Page 216
214
EINAR H. GUÐMUNDSSON
flestra stjörnufræðinga síns tíma lýsir Gísli ferðalagi stjörnunnar í
gegnum stjörnumerkin með því að vísa til kennileita á hvelfing-
unni, svo sem stjörnu undir auga nautsins í vinstra læri þess, sjö-
stirnisins, höfuðs Medúsu og stjörnu í tánni á vinstra fæti Perseus-
ar.58 Þetta var viðtekin aðferð í halastjörnufræði á tímum Gísla og
nákvæmari mælingar voru aðeins stundaðar á örfáum stöðum,
sem státað gátu af betri mælitækjum en ætla má að hafi verið til í
Skálholti.
Lýsingu Gísla á ferð halastjörnunnar um stjörnuhimininn ber að
mörgu leyti nokkuð vel saman við lýsingar erlendra samtíma-
manna hans. Ymsar þeirra voru birtar í ritinu Brcvis dissertatio de
cometa 1652,1653 et aliqua de meteorologicis impressionibus eftir ítalska
stjörnufræðinginn Andrea Argoli (15707-1657), sem kom út í
Padúa árið 1653. Hinn þekkti pólski stjörnufræðingur, Jóhannes
Hevelíus (1611-87) í Danzig, framkvæmdi hins vegar nákvæmari
mælingar, en hann fylgdist grannt með stjörnunni á tímabilinu frá
20. desember til 8. janúar.59 Fyrsta bókin í hinu mikla verki hans
um halastjörnur, Cometographia, er út kom 1668, fjallar nær ein-
göngu um þessa stjörnu.
Þegar lýsingar sjónarvotta á halastjörnunni 1652 eru lesnar,
kemur glöggt í ljós að á miðri sautjándu öld var eðli halastjarna
enn að vefjast fyrir stjörnufræðingum. Með rannsóknum sínum á
halastjörnunni 1577 hafði Tycho Brahe sýnt fram á, að hún var
lengra í burtu frá jörðinni en tunglið, og því gæti hin gamla tilgáta
Aristótelesar um halastjörnur sem fyrirbæri í lofthjúpnum ekki
staðist.60 Hins vegar var mönnum alls ekki ljóst hvort þetta átti við
um allar halastjörnur eða bara sumar, og ekki bætti úr skák að
58 Auga nautsins er stjarnan Aldebaran í nautsmerki og höfuð Medúsu er
svæðið umhverfis stjörnuna Algol f stjörnumerkinu Perseusi.
59 Dagsetningar, sem teknar eru úr útlendum heimildum, eru allar skv. nýja
stíl. Um athuganir erlendra manna sjá t.d. J.R. Hind, „Our Astrononúcal
Column: The comet of 1652". Eins og fram kemur í þeirri grein er víðar
fjallað um halastjörnuna 1652 en hjá þeim Argoli og Hevelíusi. - Sjá einnig
E.B. Knobel, „On some original unpublished observations of the comet of
1652" og U.F. Johansson, „Nágra svenska kometframstállningar under 1570
till 1750-talen".
60 Tycho Brahe, De mundi ætherei recentioribus phænomenis. - Sjá einnig bók
Ovens Gingerichs, The Great Copernicus Chase and other adventures in astro-
nomical history, bls. 89-97.