Saga - 1998, Side 217
GÍSLI EINARSSON SKÓLAMEISTARI
215
skilningur manna á brautum halastjarna og þeim kröftum, sem á
þær verkuðu, var vægast sagt mjög takmarkaður.61 Þessi óvissa
endurspeglast meðal annars í lýsingu Gísla á halastjörnunni 1652,
sem hann telur ranglega að hafi verið undir tungli á himni (það er
n®r jörðinni en tunglið). Nánar verður fjallað um þá niðurstöðu
Gísla hér á eftir.
Það var Englendingurinn Edmond Halley (um 1656-1743), sem
fyrstur manna reiknaði út braut halastjörnunnar 1652 með því að
beita þyngdarlögmáli Newtons. Hann reiknaði jafnframt brautir
margra annarra halastjarna, þar á meðal þekktustu halastjörnu
allra tíma, sem við hann er kennd. Niðurstöðurnar birti hann í rit-
Jnu Astronomiæ cometicæ synopsis, er kom fyrst út í Oxford árið
1705 og í ýmsum útgáfum síðar. Útreikninga sína á halastjörnunni
1652 byggði hann fyrst og fremst á mælingum Hevelíusar. Sam-
kvaemt niðurstöðum Halleys er halastjarnan annað hvort á opinni
fleygbogabraut eða á svo víðáttumiklum sporbaug, að hennar er
ekki að vænta aftur fyrr en eftir þúsundir ára. Hún komst næst
sólu 13. nóvember 1652 og var þá í 127 milljón kílómetra fjarlægð
frá henni.62 Hér á jörðinni varð hennar fyrst vart í Brasilíu, 16. des-
ember, og var hún þá á öðru birtustigi en fór dofnandi. í Evrópu
Sast hún einum til tveimur dögum seinna og stuttu síðar í Kína.
hlæst jörðu var hún 19. desember, í tæplega 20 milljón kílómetra
fjarlægð, sem er um það bil 485-falt ummál jarðarinnar. Sam-
kvæmt frásögn Hevelíusar var hún á stærð við tunglið, samsett úr
st]örnum, öskugrá og föl á að líta og með sex til átta gráðu langan
ala- Hann getur einnig um einskonar bylgjuhreyfingu í halanum
SVlPaða þeirri sem oft sést í norðurljósum. Síðast sást til hala-
stjörnunnar 10. janúar 1653.63
H-K. Yeomans, Comets. A Chronological History of Observation, Science, Myth,
aiId Folklore gefur mjög gott yfirlit yfir hugmyndir manna um halastjörnur
^2 ' 8e8num tíðina.
Ninna má á til samanburðar, að meðalfjarlægð jarðar frá sólu er 150 millj-
63 0,1 kílómetrar.
Frekari upplýsingar um braut halastjömunnar 1652 sem og annarra þekktra
halastjarna er meðal annars að finna í eftirfarandi ritum: B.G. Marsden,
Catalog of Cometary Orbits, bls. 8. - G.W. Kronk, Comets. A Descriptive Cata-
l°g- bls. 1618. - S.K. Vsekhsvyatskii, Physical Characteristics ofComets, bls. 50
°8 114-15. - Sjá einnig bók Yeomans, bls. 419.