Saga - 1998, Page 221
GÍSLI EINARSSON SKÓLAMEISTARI
219
lægðina, sem gefin er upp í bréfinu. Með því að nota tiltölulega
einfaldan þríhyrningareikning má sjá, að samkvæmt mælingum
Gísla var fjarlægð halastjörnunnar frá miðju jarðar rúmlega eitt og
hálft ummál hennar, sem er þrisvar sinnum meiri fjarlægð en gef-
in er upp í bréfinu.70 Það verður að teljast fremur ólíklegt að mað-
ur, sem að sögn samtímamanna var jafn vel menntaður í stærð-
fræði og Gísli, hafi gert svo alvarlega reikniskekkju. Vissulega er
hugsanlegt að Gísli hafi verið illa fyrirkallaður við útreikningana,
en villan er svo augljós, að ástæða er til að leita annarra skýringa.
Hér verður sett fram sú tilgáta, að annað hvort hafi verið um að
ræða prentvillu í bréfi Gísla eða þá að Resen hafi orðið á mistök í
endursögn sinni. Úr þessu fæst væntanlega seint skorið, því bréf
Gísla er löngu glatað. f öllu falli hafa slíkar vangaveltur ekki sér-
lega mikið gildi, því sjálf hliðrunarmæling Gísla var röng, og eins
°g Halley sýndi seinna fram á komst halastjarnan aldrei nær jörðu
en sem svarar 485-földu ummáli hennar.
Það verður að teljast einstök heppni að bréf Gísla til Bjelkes
skuli hafa varðveist í endursögn, því án þess væri ekkert vitað um
stjarnmælingar hans í Skálholti. Bréfið vekur jafnframt upp spurn-
lngar um það, hvort Gísli hafi fylgst með fleiri fyrirbærum á
stjörnuhimninum, öðrum halastjörnum eða myrkvum á tungli og
sólu. Um það er því miður allt á huldu. í þessu sambandi má
nnnna á, að auk umræddrar halastjörnu sáust einar sex aðrar frá
n°rðlægum breiddargráðum á tímabilinu frá 1649 til 1688, en það
‘lr dó Gísli, sextíu og sjö ára gamall. Af þeim voru þrjár sérstaklega
stöfum í hæðartölunum en gefnir eru upp í endursögninni. Þetta skiptir að
sjálfsögðu litlu máli því lokaniðurstaðan er röng hvort sem er. Með því að
n°ta útreikninga Halleys á raunverulegri fjarlægð halastjörnunnar, þegar
hún var næst jörðu, fæst að hliðrun hennar frá Skálholti séð hefur ávallt
Verið minni en 1 bogamínúta. Óvissan í aflestri á hornamæli Gísla hefur ör-
ugglega verið meiri en sem svarar því horni. Mesta skekkjan, um það bil
hálf gráða, stafar þó af færslu halastjörnunnar á hvelfingunni vegna braut-
arhreyfingarinnar. Aðrir óvissuþættir, svo sem ljósbrot og órói í andrúms-
lofti og takmörkuð skerpa mannsaugans, skipta mun minna máli.
hetta breytir ekki þeirri niðurstöðu bréfsins, að hliðrunarmæling Gísla
hendir ótvírætt til þess að halastjarnan hafi verið undir tungli á himni.
Heðalfjarlægð tungls frá jörðu er um 384 þúsund ldlómetrar eða tæplega tí-
Hlt ummál jarðar.