Saga - 1998, Page 222
220
EINAR H. GUÐMUNDSSON
áberandi, halastjörnurnar miklu árin 1664 og 1680 og Halley-
stjarnan 1682.71 Á sama tímabili urðu einnig fjölmargir tungl-
myrkvar, og nokkrir sólmyrkvar munu hafa sést hér á landi, deild-
armyrkvar í aprfl 1652, ágúst 1654, aprfl 1670 og apríl 1679 og
hringmyrkvi í janúar 1656.72 Það verður að teljast fremur ólíklegt,
að einn lærðasti maðurinn í stjörnufræði á landinu á þessu tíma-
bili hafi látið slíka atburði fram hjá sér fara.
Veraldarvafstur og vandræði
Eins og bent hefur verið á oftar en einu sinni, þá er lítið vitað
með vissu um störf Gísla í Skálholtsskóla. Þetta á reyndar við um
flesta þá er þar störfuðu fyrr á öldum, og upplýsingar um skólann
og það mikilvæga starf, sem þar fór fram, eru mjög af skornum
skammti. Hins vegar eru til ítarlegar frásagnir af ýmsum leiðinda-
atburðum og uppákomum sem gefa væntanlega ranga mynd af
daglegu lífi og störfum í Skálholti. í nokkrum slíkum tilvikum
átti Gísli hlut að máli og því er við hæfi í þessari grein að segja frá
helstu málavöxtum.
Aðfaranótt 9. nóvember 1652 réðust nokkrir utanskólamenn inn
í Skálholtsskóla og létu ófriðlega. Fór þar fremstur í flokki Magn-
ús nokkur Jónsson, sem talið er að hafi verið einn þeirra er unnu
að smíði nýju dómkirkjunnar í Skálholti. Ekkert er vitað um tilefni
áhlaupsins, en árásarmennirnir brutu meðal annars skólahurðina
og meiddu einn skólapilta. Gísli skólameistari kærði Magnús fyr-
ir biskupi og varð af þessum atburði mikil rekistefna, er lauk með
því að Magnús baðst afsökunar og bætti fyrir brot sitt með því að
vinna þrjá daga kauplaust við kirkjusmíðina.73
Yfirsmiður við smíði dómkirkjunnar var Guðmundur Guð-
mundsson, er lært hafði trésmíði og útskurð í Kaupmannahöfn.
Hann var talinn einn mesti hagleiksmaður á íslandi um sína daga-
71 Sjá t.d. Yeomans, Comets, bls. 419-23.
72 Sjá grein Leifs Ásgeirssonar og Trausta Einarssonar, „Sólmyrkvar á íslandi
frá 700-1800 e. Kr.", og grein Þorkels Þorkelssonar, „Sonnen- und Mond-
finsternisse nach gedruckten islándischen Quellen bis zum Jahre 1734", bls.
23-24.
73 Jón Helgason, Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar, bls. 11-23.