Saga - 1998, Síða 225
GÍSLI EINARSSON SKÓLAMEISTARI
223
farið að líta í kringum sig eftir hæfilegu brauði, því á þessum tíma
var litið á starf heyrara og skólameistara sem stökkpall í embætti
sálusorgara. Aðrir sóttust og eftir starfi hans í Skálholti, til dæmis
sótti Torfi Erlendsson sýslumaður (1598-1665) það fast að sonur
hans Þormóður, lærisveinn Gísla og síðar sagnaritari, yrði gerður
að skólameistara árið 1658. Brynjólfur biskup stóð þó gegn þessu
og enn varð nokkur bið á því að Gísli kæmist í prestsembætti.78 Að
því kom samt að lokum árið 1661, að hann fékk Helgafell á Snæ-
fellsnesi eftir að séra Þorlákur Bjarnason (d. 1673) lét af störfum
-/Vegna veikleika og líkamsþunga", eins og segir í Skólameistara-
sögum.79
Helgafell
Hinn 4. júní árið 1661 vígði Brynjólfur biskup Gísla Einarsson til
prests að Helgafelli, en skömmu áður hafði Gísli tekið við staðn-
um af séra Þorláki. Þegar Gísli hóf prestsskap stóð hann á fertugu
og á Helgafelli þjónaði hann sóknarbörnum sínum næstu tuttugu
°g sjö árin eða allt til dauðadags. Eftir því sem næst verður kom-
ist innti hann störf sín vel af hendi og mun lítill sem enginn styr
78 Sjá bls. 1-2 í kaflanum um Þormóð Torfason í Ævum lærðra manna.
79 Á meðan Gísli gegndi embætti skólameistara í Skálholti hafði hann sér til
aðstoðar þrjá heyrara, hvern á fætur öðrum. Fyrstur í röðinni var Halldór
Jónsson eldri (1626-1704) guðfræðingur frá Hafnarháskóla. Hann var heyr-
ari á árunum 1651 til 1654, en varð síðan kirkjuprestur í Skálholti og loks
prestur í Reykholti (Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár 2, bls. 259-60). -
Páll Árnason (d. 1666) tók við heyrarastarfinu af Halldóri og hélt því til
1659. Hann hafði einnig lokið guðfræðiprófi í Höfn og varð prestur að Kol-
freyjustað þegar hann lauk störfum í Skálholti (Páll Eggert Ólason, íslenzk-
ar æviskrár 4, bls. 106). — Síðastur í röðinni var svo bróðir Halldórs, Ólafur
Jónsson (1637-1688) er verið hafði tvö ár við nám í Kaupmannahöfn. Hann
var heyrari á tímabilinu 1659 til 1667, en varð þá rektor skólans eftir Odd
Eyjólfsson (d. 1702), er tekið hafði við af Gísla árið 1661. Ólafur var skóla-
meistari til ársins 1667, er hann gerðist prestur í Hítardal (Páll Eggert Óla-
son, íslenzkar xviskrdr 4, bls. 59-60). - Um Odd Eyjólfsson má lesa í Jón
Halldórsson og Vigfús Jónsson, Skólameistarasögur, bls. 142-48 og víðar
(Páll Eggert Ólason, íslenzkar xvískrár 4, bls. 9-10, Hannes Þorsteinsson,
„Ævir lærðra manna"). Hann var skjólstæðingur Brynjólfs biskups og í
þjónustu hans um skeið að loknu stúdentsprófi og var þá samtíma Gísla
Einarssyni í Skálholti. Oddur var mikils metinn af samtímamönnum sín-