Saga - 1998, Page 226
224
EINAR H. GUÐMUNDSSON
hafa staðið um þau eða hans persónu, enda þótti hann maður rétt-
sýnn og góðlyndur og þolinmóður við flestar mótgjörðir. Þó átti
hann í löngu málaþjarki við aðstoðarprest sinn og fyrrum nem-
anda, séra Jón Guðmundsson (1635-94), er síðar varð prestur að
Staðarhrauni. Deilan snerist fyrst og fremst um uppihald aðstoð-
arprestsins og húsnæði, og lauk henni með því að Jón fór frá
Helgafelli og gerðist aðstoðarprestur annars staðar. Um frekari
málsatvik má lesa í Ævum lærðra manna.80
Árið 1664 gekk Gísli að eiga Kristínu, dóttur Vigfúsar Illugason-
ar (d. 1669) prests að Setbergi. Þau eignuðust saman átta börn. Elst
þeirra var Einar Gíslason (1665-1705), sem var um skeið aðstoðar-
prestur hjá föður sínum en tók svo við Helgafelli að honum látn-
um. Einar varð líkþrár og dó úr þeim sjúkdómi. Hann var giftur
Þorbjörgu yngri, dóttur Björns prófasts á Staðarstað Snæbjarnar-
sonar (um 1606-79), og eignuðust þau nokkur börn.81
Annar sonur þeirra Gísla og Kristínar var Árni Gíslason (um
1677-1707), sem að loknu stúdentsprófi gerðist skrifari og sveinn
Jóns biskups Vidalíns (1666-1720). Hann varð síðan kirkjuprestur
í Skálholti, en andaðist í stóru bólu 1707, ógiftur og barnlaus.82
Minna er vitað um önnur börn þeirra hjóna. Vigfús Gíslason átti
Solveigu Eyjólfsdóttur Ásmundarsonar prófasts á Breiðabólsstað.
Bergljót Gísladóttir giftist Þorvarði Magnússyni presti í Sauð-
lauksdal (um 1670-1752). Elín Gísladóttir átti Bjarna Jónsson í
Bíldsey og Rósa Gísladóttir giftist Tómasi Péturssyni á Þingvöll-
um í Helgafellssveit. Tvær dætur þeirra Gísla og Kristínar dóu
fyrir aldur fram. Kristín Gísladóttir drukknaði með sviplegum
hætti og Guðrún systir hennar dó í stóru bólu 1707. Þær voru báð-
ar ógiftar.83
um, mannkostamaður mikill og hraustmenni. Hann var einnig orðlagður
lærdómsmaður og talinn vel að sér í stjörnufræði, enda hafði hann Villum
Lange, prófessor í stjörnufræði, sem einkakennara á námsárum sínum i
Kaupmannahöfn. Ýmislegt liggur eftir hann í handritum á Landsbókasafni,
þar á meðal lýsing á Heklugosinu 1693. Að loknu starfi í Skálholti gerðist
hann prestur í Holti undir Eyjafjöllum.
80 Sjá einnig Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár 3, bls. 129-30.
81 Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár 1, bls. 349.
82 Sama heimild, bls. 43.
83 Sjá heimildir sem taldar eru upp í neðanmálsgrein nr. 2.