Saga - 1998, Page 236
234
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
Það er hins vegar að mati okkar pistilshöfunda galli á þessari ann-
ars ágætu grein Gunnars F. Guðmundssonar að hann í smáhluta
greinar sinnar fer af réttri braut og tekur á sig óþarfa krók, fer
raunar villigötu, þegar hann heldur því fram að tíundin hafi ekki
verið annað en „óbeinn tekjuskattur" og vísar um það efni sér til
stuðnings í skrif Páls Vídalíns.2 Með þessari staðhæfingu er Gunn-
ar raunar kominn í ósamræmi við fyrri skilgreiningu sína á tíund-
inni í greininni: „Viðmiðunarreglan var sú að sá sem átti 600 álnir
vaðmáls skuldlausar (fimm kýrverð) skyldi gefa sex álnir (það er
1%) í tíund".3 Síðan segir hann: „[Tíundin] var, að minnsta kosti
að formi til, eignaskattur. Þess vegna þurfti að meta allar jarðeign-
ir í landinu í kjölfar tíundarlaganna ..."4 Allt er þetta rétt en síðan
bætir Gunnar við, ranglega að mati okkar:
Engar traustar heimildir eru til um hvernig jarðir voru
metnar í öndverðu. Þegar Páll Vídalín var að taka saman
matsreglur við upphaf jarðabókarverksins snemma á 18-
öld, miðaði hann við að dýrleikinn færi eftir fóðurgildi jarð-
ar og þeim verðmætum sem hlunnindi hennar gæfu af sér
í meðalári. Matsverðið skyldi þannig vera ákveðið hlutfall
af afrakstri eignarinnar. Ef svipuðum reglum var fylgt á
öldum áður, má segja að eignatíundin hafi ekki verið ann-
að en óbeinn tekjuskattur.5
Hér er ekki um réttmæta tilvísun í skrif Páls Vídalíns að ræða.
Gunnar gerir hér tillögur Páls Vídalíns um „nýtt jarðamat" að
hinu forna jarðamati. Páll sagði reyndar sjálfur: „Glaður yrði
eg, ef fyrir mér væri nefndir þeir 12 menn á öllu landinu, sem
kynnu fastar eignir eftir lögum að virða; en eg þykist nú sýnt hafa,
hversu lausafé skal virða til tíundar."6 Af þessum orðum lög'
mannsins og jarðabókarhöfundarins er ljóst að hann vissi ekki
2 Gunnar F. Guðmundsson, „Guði til þægðar eða höfðingjum í hag. Níu ald-
ir frá lögtöku tíundar á íslandi", Ný saga 10 (1997), bls. 59.
3 Sama heimild, bls. 58.
4 Sama heimild, bls. 59.
5 Sama heimild, bls. 59.
6 Páll Vídalín, Skýrmgar yfir Fornyrði Lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast, sanid‘ir
afPáli lógmanni Vídalín (Reykjavík, 1854), bls. 553. Sjá og Þorvald Thorodd-
sen, Lýsing íslands III (Kaupmannahöfn, 1919), n.m.gr. 3, bls. 81.