Saga - 1998, Page 238
236
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
„Svo mörg kýreldistún sem mælast í töðuvelli varða svo mörg
hundrut."11
Tölfræðilega er statútan illskiljanleg.12 Páll Briem fjallar um
statútuna út frá kýreldishugmyndinni óháð stærð kýreldistúnsins
og segir:
Fyrst er afar mikill munur á því, hvernig jarðir eru setnar
og mjög misjafnt, hvað menn framfleyta á jörðum. I öðru
lagi eru skepnurnar mjög misjafnar að gæðum; því rýrari
sem skepnurnar eru, því fleiri þarf að hafa til þess, að lifa af
þeim, og hefur reglan það í för með sjer, að jarðirnar verða
því hærri að hundraðatali, sem skepnurnar á þeim eru rýr-
ari. í þriðja lagi eru sumar jarðir mjög hægar, þar sem aðr-
ar eru mjög erfiðar. ... Enn fremur er ekkert tillit tekið til
þess, hvort jörðin er kúgildislaus eða hún hefur mörg kú-
gildi. Það er því auðsætt, að hundraðatal á jörðum verður
eigi rjettlátt eptir þessari reglu.13
Samt hefur hugmynd Bergþórsstatútunnar lifað ótrúlega lengi og
ýmsir fræðimenn hafa tekið umtalsvert mark á henni14 enda frem-
ur auðvelt að vinna eftir henni.
Rétt er að ítreka enn frekar að við erum sammála meginhugsun-
inni í fyrrnefndri grein Gunnars F. Guðmundssonar um lágar tí-
undargreiðslur á íslandi fyrr á tímum. Þessar lágu greiðslur eru
e.t.v. meginskýring þess hve auðveldlega og friðsamlega gekk að
innleiða tíundina á sínum tíma! Þessi skýringartilgáta liggur raun-
ar það ljóst fyrir að athyglisverðasta spurningin í þessu samhengi
er hvers vegna þessi skýring hefur ekki komið fram fyrr.
Lágu tíundargreiðslurnar sjást best með samanburði við land-
skuld og leigur. Um 1695 nam landskuld að meðaltali 5,6% af jarð-
armati og leigur námu 3,8%.15 Á þessum tíma þurfti landseti yfir-
11 Halldór Einarsson, Om Værdie-Beregning pcm Landvis og Tiende-Ydelsen i Is~
land (Kjöbenhavn, 1833), bls. 166.
12 Þetta er rökstutt frekar í riti Jóhannesar Hraunfjörðs Karlssonar, „Frá tíund
til virðisauka", bls. 28-29.
13 Páll Briem, „Hundraðatal á jörðum", bls. 3-4.
14 Sbr. t.d. Pétur Sigurðsson, „Um jarðabók Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns", Skírnir 1945, bls. 215-16. Sjá og Jóhannes Hraunfjörð Karlsson,
„Frá tíund til virðisauka", bls. 24-26, 29.
15 Gísli Gunnarsson, „Afkoma og afkomendur meiri háttar fólks 1550-1800 •