Saga - 1998, Page 239
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
237
leitt sjálfur að endurnýja leigukúgildin eins og glöggt má sjá víða
í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins.16 Kúgildaleigan var
því almennt nokkurs konar aukalandskuld. Samanlagt voru land-
skuld og leigur þannig 9,4% jarðamats um 1695. Tfundargreiðslur
námu reglum samkvæmt 1% jarðamats. Fjórðungur þessa eina
prósents rann til fátækra. Allar kirkjujarðir og margar konungs-
jarðir voru tíundarfríar, sennilega hefur ekki þurft að greiða tíund
af um 40% jarða.
Biskupsstólarnir áttu 16% allra jarða samkvæmt mati 1695.
Hólabiskupsstóll átti þá 23,1% jarða og Skálholtsbiskupsstóll
11,4% jarða hvor um sig í umdæmi sínu.17 Tekjur Skálholtsstóls
árið 1643 utan tekna af eigin búi komu úr tveimur áttum: Annars
vegar af landskuld og leigum stólsjarða, hins vegar af þeim
30-40% biskupstíundar sem stóllinn fékk. (Krúnan hirti þá
60-70% biskupstíundar á þeim forsendum að raunverulegt bisk-
upsvald væri í höndum konungs samkvæmt lútherskri kenn-
ingu).
Þessir tveir tekjuliðir Skálholtsbiskups skiptust þannig 1643:
Nettótekjur af landskuld stólsjarða og kúgildaleigu námu 93,4%
L'n nettótekjur af biskupstíund greiddri stólnum námu 6,6%.18
Auðvelt er að reikna hvernig hlutfall þetta hefur verið í kaþólsk-
um sið á 16. öld áður en konungur tók að hirða hluta biskups-
tíundar þar sem heildarverðmæti stólsjarða breyttist lítið við sið-
skiptin.19 Þetta hlutfall hefur verið um það bil þannig hjá Skál-
Ritgerð sem mun birtast í ráðstefnuriti íslenska söguþingsins 1997, tafla 4.
Útreikningar Gísla byggjast á tölum í doktorsritgerð Björns Lárussonar, Tlie
Old Icelandic Land Registers (Lund, 1967), bls. 81.
16 Sjá einnig f þessu samhengi Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge -
dmbetsman, beslutsprocess och inftytande pd 1700-talets Island (Stockholm,
1985), bls. 170-208. - Björn Lárusson, The Old lcelandic Land Registers, bls.
45—46.
17 Reiknað eftir tölum íbók Björns Lárussonar, The Old lcelandic Land Registers,
bls. 79-81.
18 Gísli Gunnarsson, „Bú Þórðar biskups og sambönd hans", tafla 7. Frum-
heimildin er ]S 442 4to og ÍB 35 4to, Handritadeild Landsbókasafnsins.
19 Hins vegar má færa fyrir því rök að aflatekjur af búi hafi eitthvað minnkað
við siðskiptin þar sem konungur tók þá af stólnum allmargar sjávarjarðir
en lét hann fá sveitajarðir í staðinn að sambærilegu hundraðamati.