Saga - 1998, Page 242
240
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
(bls. 237). Þetta er grafalvarlegt mál og þarf vandlega athugun hjá
ritstjórn Sögu því annars gæti farið svo að fræðimennskan í tíma-
ritinu væri „aðeins á yfirborði könnun á félagslegum veruleika
fortíðar og snerist í raun um það eitt að ómerkja kannanir ann-
arra" (bls. 237).
Varðandi smitleiðir pestarinnar hef ég nýjar upplýsingar sem ég
tel nauðsynlegt að komi fram, en þær breyta fyrri staðhæfingum
þar um. Auk þess vil ég benda lesendum Sógu á Sagnir (1997),
tímarit sagnfræðinema, en þar birtast erindi sem flutt voru á ráð-
stefnu um Svarta dauða í mars 1997.
í byrjun september 1997 var ég á ráðstefnu í Liverpool, „Health
in the City, The History of Public Health", sem tvenn alþjóðleg
samtök fræðimanna héldu, International Network for the History
of Public Health og The Society for the Social History of Medicine.
Þar hitti ég nokkra helstu sérfræðinga sem fjallað hafa um Svarta
dauða í Evrópu og bar undir þá „vandamálið" hér á landi. Lausn-
in var einföld og veitti jafnframt skýringar á því hvers vegna við
höfum ekki áttað okkur á henni. Mér var sagt að Englendingar
væru sér á báti í þessum málum og væru enn að velta sér upp úr
vandamálum sem löngu væri búið að leysa. Þeirra fræði byggðust
öll á niðurstöðum rannsókna á Indlandi um síðustu aldamót og
enskar bækur, og aðrar sem byggðu aðallega á enskum rannsókn-
um, um Svarta dauða væru því nokkuð varasamar. Smitleiðir
væru fjölmargar en í öllum þeim bókum sem ég hafði aðgang að
þegar ég skrifaði grein mína (það sama gildir um aðra að því er ég
best veit) voru smitleiðir einungis taldar tvær, þ.e. með rottuflóm,
hugsanlega flóm annarra svipaðra kvikinda, og um öndunarfæf'
in, en mannaflóin var alltaf útilokuð.
Pestin getur borist langar leiðir milli manna með mannaflóm og
flóm ýmissa annarra kvikinda. Hún getur farið af mönnum á dýr,
hunda, ketti, mýs og ýmis húsdýr, og aftur á menn, en henni virð-
ist vera viðhaldið á rottum. Pestin á yfirleitt upptök sín hjá rottum
og þess vegna berst hún þaðan en eftir því sem flóin er lengur í
burtu frá rottum þá minnkar kraftur hennar, ef svo má að orði
komast. Pestin var yfirleitt í lágmarki um kaldasta tíma ársins en
þá eru meiri líkur á að lungnapestin nái sér á strik á einstaka fjöl'
mennum stöðum en hins vegar nær hún ekki mikilli útbreiðslu
vegna þess hve bráðdrepandi hún er. Bakterían sjálf hefur ekkert
breyst, það hefur verið grandskoðað af fjölda vísindamanna, en