Saga - 1998, Qupperneq 243
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
241
umhverfi okkar og sambýli við dýr hefur tekið breytingum sem
skýra mismun á útbreiðslu pestarinnar.3
Þessar nýju upplýsingar varpa allt öðru ljósi á hugsanlega út-
breiðslu og gang pestarinnar hérlendis. Þær segja okkur hins veg-
ar ekkert um rottur á íslandi. Það er annars merkilegt að svo virð-
!st sem rottan sé í aðalhlutverki í þessu máli en orðið kemur fyrst
fyrir í íslensku máli um miðja 18. öld í vísu eftir Látra-Björgu.4
Rottufræði eru mikil fræði og að undanförnu hefur Gunnar Karls-
son haft átrúnað á ritinu The Black Death: a biological reappraisal,
sem er „álit endurskoðunarsinna á Svarta dauða sem fáir eru sam-
mála um en hefur frábæra umræðu um hlutverk rotta og annarra
dýra".5 Niðurstaða höfundarins varðandi pestina á Englandi var
su að hún hefði verið miltisbrandur (antrax) vegna þess að rottur
3 M. Vasold, Pest, Not und schwere Plagen. Seuchen und Epidemien vom
Mittelalter bis heute (Miinchen, 1991), bls. 70-93. - K. Bergdolt, Der Schwarze
Tod in Europa. Die Grofie Pest und das Ende des Mittelalters (Miinchen, 1994),
bls. 17-20. Sá sem benti mér á þessar bækur heitir Neithard Bulst og er pró-
fessor í Bielefeld og vil ég nota tækifærið að benda á ágæta grein eftir
hann: „Heiligenverehrung in Pestzeiten. Soziale und religiöse Reaktionen
auf die spátmittelalterlichen Pest-epidemien", sem birtist í afmælisriti
Klaus Schreiners, Mundus in imagien (Miinchen, 1996), bls. 63-97. Sjá einn-
íg C. Wills, Plagues. Their origin, history and future (London, 1997), bls.
53-89.
^ Uppiýsjngar fr^ Orðabók háskólans, sjá Helgi Jónsson, Ldtra-Björg
(Reykjavfk, 1949), bls. 56. Orðið kemur fyrir í vfsu um vinnukonurnar á
Látrum. Varðandi notkun á orðunum mús og rotta sjá t.d. Alexander Jó-
hannesson, Isldndisches etymologisches Wörterbuch (Bern, 1956); L. Hegg-
stad, F. Hodnebo og E. Simensen, Norren ordbok (Oslo, 1993); J. Fritzner,
Ordbog over Det gatnle norske Sprog 2-3 (Oslo, 1891-96), og einnig J. Bern-
sfröm, „Ráttar och möss", Kulturhistorisk Leksikon for nordisk middelalder
XIV (Reykjavík, 1969). Gunnar hafnar þeirri skýringu að orðið mús
hafi verið notað sem samheiti yfir mýs og rottur hérlendis þar sem höf-
undar annála hafi verið „close to earth", sjá Gunnar Karlsson, „Plague
w'thout rats: the case of fifteenth-century Iceland", Journal of Medieval
History. Vol. 22. No. 3. September 1996, bls. 280. Miðað við híbýlahætti
fyrri tíma er rétt hjá Gunnari að höfundar annála hafi verið „close to
earth", en um annað erum við ekki sammála.
Graham Twigg, The Black Death: a biological reappraisal (New York, 1984): „a
revisionist view of the Black Death with which few will agree, but it has an
16~SAGa