Saga - 1998, Síða 250
248
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
í 1. kafla er verið að lýsa Reykjavík um aldamótin 1900 og tekið
fram á bls. 13 (undir mynd): „Dannebrog blaktir yfir danska þorp-
inu Reykjavík", og á bls. 27 segir: „Þetta litla danska smáþorp".
Enn er hnykkt á þessu á bls. 87 með því að kalla Reykjavík „hálf-
danska smáþorpið"! Hvað svo sem kalla mætti Reykjavík um
miðja 19. öld, þá hygg ég fráleitt að segja, að höfuðstaðurinn um
síðustu aldamót hafi verið danskt smáþorp.
Bls. 15. Þar segir, að þegar veður var gott hafi sigling milli Kaup-
mannahafnar og Reykjavíkur í lok 19. aldar tekið „u.þ.b. fjórtán
daga". Hér hefði mátt segja, að þegar veður var mjög vont hafi sú
verið raunin. Ég hygg, að bein sigling (með viðkomu í Leith) hafi
þá venjulega tekið u.þ.b. átta daga, en auðvitað fór þetta svo eftir
viðkomu á höfnum. - Þá segir um siglinguna til íslands á sjöunda
áratug 20. aldar, að hún hafi tekið „heila viku" (bls. 244). Þetta er
ekki rétt, Gullfoss var venjulega fimm sólarhringa, með viðkomu
í Leith.
Bls. 28. Þar segir: „Landlæknisembætti var stofnað á íslandi árið
1790", og heimild sögð íslandssaga Björns Þorsteinssonar og Berg-
steins Jónssonar, en þar stendur hið rétta ártal, sem er 1760.
Bls. 33. Þar segir, að Baldvin Einarsson hafi farið til Hafnar árið
1825, en það var ári síðar, 1826, skv. ævisögu hans eftir Nönnu
Ólafsdóttur.
Bls. 43. Þar segir: „Viðhald og efling íslenskrar menningar ásamt
gagnrýni á hið siðspillta embættismannakerfi íslands [leturbr. mínj
voru einkenni Velvakenda og síðar ein [svo!] af aðalmarkmiðum
Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn". Væri ekki eðlilegra
að hafa gæsalappir um slíka fullyrðingu um íslenzka embættis-
menn á síðari hluta 19. aldar, þar sem hún mun runnin frá Velvak-
endum?
Bls. 58. Þar segir: „Þjóðfrelsisbaráttan hafði sett sinn svip á síð-
ari hluta aldarinnar [þ.e. 19. aldar] með þá Hafnarstúdenta Bald-
vin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson íbroddi fylkingar"-
Hér er þess að geta að Baldvin féll frá árið 1833, þrír Fjölnismenn-
irnir, Tómas Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson og Brynjólfur Pét-
ursson, féllu frá 1841,1845 og 1851, svo að hér er allmikil skekkja
hvað tímann varðar.
Bls. 58 og víðar. Greint er frá harðri andstöðu Boga Th. Melsteðs
gegn Valtýskunni, en þá stefnu töldu menn undanslátt frá kröfum
um innlenda landsstjórn, og að mati „margra íslendinga taldist