Saga - 1998, Page 251
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
249
það til föðurlandssvika að samþykkja búsetu ráðgjafans í Höfn og
á því hamraði Bogi", segir í ritinu. Hins vegar segir síðar (bls. 69),
að Bogi hafi verið „dansklundaður" og að stefna hans „hefði að
líkindum ekki fallið að hugmyndum þjóðfrelsishetjanna". Hér hefði
þurft nánari skýringu.
Bls. 59. Þar er sagt, að árið 1881, þegar Benedikt Sveinssson hóf
endurskoðunarbaráttuna, hafi hann viljað, „að þjóðin fengi dóm-
stól fyrir sig". Þetta er mikil ónákvæmni, því að hér voru þá tvö
dómstig innanlands, héraðsdómur (sýslumanns) og Landsyfirréttur-
™n í Reykjavík. Hins vegar vantaði æðsta dómstólinn (innlendan
Hæstarétt), sem enn var í Khöfn.
Bls. 63. Þar segir, að á fundi í Khöfn 1897 hafi „Jón Steingríms-
son [fengið] skömm í hattinn", en á að vera Jón Sveinbjörnsson
(síðar konungsritari), sbr. fundargerðina síðar (einnig rangt í
nafnaskrá).
Bls. 64. Þar segir, að meðal andstæðinga Valtýs Guðmundsson-
ar 1897 hafi verið „Jón halti Þorláksson", en hlýtur að vera Jón
borkelsson forni (sem var haltur). Sleppt alveg í nafnaskrá.
Bls. 69. Hannes Hafstein er kallaður „mótherji Valtýs frá Hafn-
arárunum". Þeir voru samtíða í Khöfn 1883-86, en ekki er þess
getið að þeir hafi þá verið neinir „mótherjar".
Bls. 70. Rætt er um Valtýskuna í sinni „forklóruðu" mynd, haft
Ur bréfi Finns Jónssonar. Á þetta ekki að vera „forkláruðu" (sbr.
dönsku forklaret)? Á sömu bls. er talað um allt hans (þ.e. Valtýs)
"flan og famgerði". Er þetta ekki mislestur? Einnig haft eftir Árna
borvaldssyni, að Jón Þorláksson hafi verið „þurrdumbslega"
ni°ntinn. Á ekki hér að standa þurrdrumbslega?
Bls. 71. Þar segir, að Hannes Hafstein hafi verið „bróðursonur
^mtmannsins J. Havsteens". Þeir Hannes og Júlíus Havsteen, amt-
maður í Norður- og Austuramti og síðar Suður- og Vesturamti,
Voru bræðrasynir. Hannes var sonur Péturs amtmanns, en Júlíus
s°nur Jóhanns Gottfreðs, kaupmanns, bróður Péturs. Á eftir nafni amt-
'nannsins, sem hér er ritað „J. Havsteen", eru nokkur mannanöfn
®krifuð með eftirfarandi hætti: Bankastjórinn Tryggvi Gunnarsson,
andlæknirinn J. Jónassen, giftur systur H. Hafsteins, sem var ná-
ændi Eiríks Briems og mágur Lárusar sýslumanns Bjarnasonar!
Bls. 82 þar segjr/ að Undir fundarboð árið 1905 hafi ritað m.a.
'nar M. Jónsson cand. jur, en á að vera Einar M. Jónasson, síðar
sVslumaður. Einnig er þar Björn Bjarnason (án titils) frá Viðfirði,