Saga - 1998, Side 252
250
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
doktor og magister, sem í nafnaskránni er kallaður sýslumaður, og
er þá ruglað saman við Björn Bjarnarson (þ.e. Björnsson), sýslu-
mann í Dalsýslu og alþm., sem á hópmynd á bls. 94 er nefndur
Björn Bjarnason. Sem sagt tveir menn gerðir að einum.
Bls. 86. Þar segir, að Þorsteinn Gíslason hafi verið í Khöfn „við
nám um aldamótin 1900". Hann fór alfarinn til íslands árið 1896.
Bls. 90. Vitnað er í ummæli um Guðmund Kamban í danska
blaðinu Riget, og eru þýdd á íslenzku, enda tekin úr íslenzkri bók
(eftir Vilhjálm Finsen). Hins vegar stingur það í stúf, að á bls. 133
og 169 eru tilvitnanir á dönsku, sem höfundur hefur ekki haft fyr-
ir að þýða.
Bls. 106. Þar er sagt, að Jón Helgason, prófessor, einn kunnasti
Hafnar-íslendingur á þessari öld, hafi komið til náms í Khöfn árið
1919, en hér skakkar þremur árum. Hið rétta er, að hann kom
þangað árið 1916, þá seytján ára gamall.
Bls. 107. Við lok heimsstyrjaldar 1918 er talað um „þáverandi
ráðherra íslands, Jón Magnússon". Sá titill var ekki til eftir 4. jan-
úar 1917, en þá gerðist Jón Magnússon forsætisráðherra í fyrsta
(þriggja manna) ráðuneyti hérlendis.
Bls. 108. Þar er sagt, að 1. desember 1918 hafi „Sigurður Eggerz,
forsætisráðherra" flutt ræðu við Stjórnarráðshúsið. Hann gerði
það að sönnu, en var þá fjármálaráðherra og hljóp í skarðið fyrir
Jón Magnússon, forsætisráðherra, sem þá var í Khöfn.
Bls. 113. Árni Pálsson er sagður einn þriggja umsækjenda um
prófessorsembætti í sögu við Háskóla íslands 1930-31. Umsækj-
endur voru sjö talsins og úrslitin umdeild á sinni tíð. Rétt er, að
Árni lauk ekki til fulls samkeppnisritgerð sinni, og bætir höfund-
ur við, að „það litla sem hann skrifaði þótti svo afburðasnjallt að
hann hreppti stöðuna." Var það svo lítið sem hann skrifaði um
efnið? Kaflar birtust í Skírni 1931-32.
Bls. 115. Þar segir: „Blómaskeið menningar og lista hófst að nýju
í Danmörku og Kaupmannahöfn varð ein af vísinda- og fræðimið-
stöðvum Evrópu", og virðist þá vera átt við tímann upp úr krepP'
unni um 1930. „Skáld og rithöfundar blómstruðu" segir þar einnig/
og nefndir þrír úr þeim hópi: Martin Andersen Nexö, Hans Kirk
og Hans Scherfig. Hér er einkennilega að orði komizt, og fu^
einhæft að nefna eingöngu til sögunnar þessa þrjá kommúnist-
ísku höfunda. Sá fyrstnefndi þeirra átti auk þess sitt blómaskeið
snemma á öldinni, eða fyrir 1930.