Saga - 1998, Síða 256
254
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
að nefna Rannsóknastofnun H.í. í þágu atvinnuveganna, stofnuð
með lögum frá 1935 (Atvinnudeildin), kennslu í viðskiptafræði
(Viðskiptaháskólinn frá 1938 var sameinaður H.í. 1941), að ekki sé
nú minnzt á Háskólahappdrættið frá árinu 1934, sem tryggði, að
reist var glæsileg háskólabygging á árunum 1935-40, mitt í krepp-
unni miklu. Skömmu áður og eftir voru stúdentagarðarnir reistir.
Bls. 196. Sagt er frá grein Guðna Guðjónssonar í tímaritinu Fróni,
og sér höfundur sérstaka ástæðu til að kalla hann „borgaralegan
grasafræðing", hvað sem það á að þýða í þessu samhengi!
Bls. 197. Sagt er frá hálfsmánaðarlegum kvöldvökum, sem hóf-
ust á stríðsárunum, og öllum íslendingum var boðið að taka
þátt í frá haustinu 1941. Um þær hafi séð Jón Helgason og Jakob
Benediktsson. Síðan segir: „Þeim til aðstoðar voru nokkrir af
helstu menningarpostulum nýlendunnar Guðmundur Kamban,
Lárus Pálsson, Kristinn S. [svo!] Andrésson og Karl Einarsson
Dunganon". Hér hefir eitthvað skolazt illilega til. Átt er við Lárus
Pálsson leikara, en hann fór til íslands með Petsamoferðinni
haustið 1940. Þá er átt við Kristinn E. Andrésson, forstöðumann
Máls og menningar, sem dvaldist aðeins skamma hríð í Khöfn
á útmánuðum 1940 (kom þá á einn fund), og hvarf heim um vor-
ið eftir viðburðaríka ferð suður til Ítalíu og komst í skip, sem fór
til Ameríku. Þá held ég, að það standist varla, að hinir heiðurs-
mennirnir, sem nefndir eru, hafi gegnt miklum aðstoðarstörfum
hjá Jóni og Jakobi.
Bls. 206. Sagt er, að Stefán Karlsson, handritafræðingur, hafi far-
ið til Khafnar til náms árið 1947, en ég hygg rétt vera haustið 1948.
Bls. 207. Þar er sagt um Khöfn um 1950: „Flest hafði yfir sér
sama brag og á 19. öld". Þetta er auðvitað fjarstæða, þótt sjá hafi
mátt hesta draga á götunum ölvagna frá Carlsberg. Það var hægt
a.m.k fram á áttunda eða níunda áratuginn.
Bls. 217. Þar segir, að Jónas Kristjánsson, handritafræðingur, hafi
árið 1951 verið kosinn ritstjóri nýs tímarits, sem aldrei kom út. Það
megi „að nokkru leyti kenna strangri ritstjórnarstefnu Jónasar, en
hann var alinn upp í gagnrýni Jóns Helgasonar á Árnasafni"-
Varla réttlætir 2-3 ára dvöl Jónasar í Khöfn slíkt orðalag.
Bls. 218. Komizt er svo einkennilega að orði, að margir af greina-
höfundum væntanlegs tímarits hafi síðar orðið „með frægustu
skáldum landsins, svo sem Sigurður A. Magnússon, Þóra Einars-
dóttir og Gunnar Dal". Samkvæmt tilvísanaskrá 7. kafla er þetta