Saga - 1998, Page 257
ANDMÆLl OG ATHUGASEMDIR
255
haft eftir Stefáni Karlssyni, en þegar nánar er skoðað mun heim-
ildarmaður vera Jónas Kristjánsson, því að númer í þessari skrá
hafa brenglazt.
Bls. 220. Þar segir: „Bandaríski herinn hóf þátttöku sína í síðari
heimsstyrjöldinni með landgöngu á íslandi haustið 1941". Hér
skeikar nokkru, herinn kom hingað í hásumrinu eða 7. júlí. - Síð-
an segir: „Samið hafði verið við Bandaríkjamenn um að þeir yfir-
gæfu landið strax við stríðslok og afhentu íslendingum flugvöll-
inn". Þess er að geta, að flugvöllurinn á Miðnesheiði var óbyggð-
ur, þegar herverndarsamningurinn var gerður við Bandaríkja-
menn árið 1941.
Bls. 222. Rætt er um „innrás Rússa og valdatöku í Tékkóslóvak-
íu í febrúar 1948". Hér er ruglað saman valdatöku Kommúnista-
flokksins 1948 og innrás Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í ágúst
1968.
Bls. 228. Fjallað er um Keflavíkursamning og Atlantshafsbanda-
iag, og haft eftir Jónasi Kristjánssyni, að „lítil stemning [hefði ver-
ið] á móti hernum á þessum árum", þ.e. 1946-50. Hér hlýtur að
Vera um einhvern misskilning að ræða, því að mikil andstaða var
8egn Keflavíkursamningi 1946, og haldið fram að með honum
Vaeri um dulbúna hersetu að ræða, enda leiddi samþykkt hans til
langrar stjórnarkreppu. Þessu máli nátengt var auðvitað innganga
íslands í Atlantshafsbandalagið 1949, sem var gríðarlegt hitamál,
þar sem til átaka kom, eins og alkunnugt er (og höfundur greinir
munar frá á bls. 227). - Á bls. 228 segir einnig: „Þegar kom að end-
urskoðun Keflavíkursamningsins árið 1951, þrýstu Bandaríkja-
^uenn á um endurnýjun hans". Um það var ekki að ræða þá, því
að herverndarsamningurinn við Bandaríkjamenn var gerður í maí
Sama ár. - Einnig segir á sömu bls. frá mótmælum Hafnarstúdenta
gegn hersetunni 1951, m.a. með þessu orðalagi: „Mótmælin voru
Send öllum íslenskum blöðum en stúdentum til mikillar gremju
stungu blöðin henni [leturbr. mín] undir stól. Aðeins Þjóðviljinn
svaraði henni". Henni hverri? Sé átt við tillögu stúdenta, hvers
Vegna átti Þjóðviljinn að svara?
Bls. 236. Um afleiðingu sendifarar Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns til fslands árið 1703 segir: „Út úr þeirri heimsókn kom
löng skýrsla, Jarðabókin". Þetta er undarlega að orði komizt, þeg-
ar um er að ræða verk, sem gefið var út í ellefu stórum bindum á
árunum 1913-43. Á sömu bls. segir ennfremur: „Á meðan Árni