Saga - 1998, Page 258
256
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
kannaði landshagi safnaði hann öllum þeim handritum sem hon-
um virtust áhugaverð, alls ekki öllum sem hönd á festi". [Leturbr.
mín]. Ég hefði haldið þvert á móti!
Bls. 237. Þar er talað um „aldarafmæli Alþingis árið 1930"! Hér
skeikar anzi miklu, því að átt er við þúsund ára afmæli Alþingis,
sem talið er stofnað árið 930.
Bls. 241. Þar er sagt, að Hafnarstúdentar hafi verið „ævareiðir",
þegar Alþingi hafnaði tillögum Dana um skiptingu handritanna
1954. Síðan kemur þetta einkennilega orðalag: „Stúdentum nægði
það eitt að Ólafur Thors var í forsæti til að vera á móti en eins og
áður sagði lá kommúnisminn og mótþrói við íslensk stjórnvöld í
landi. Hafnarstúdentar fengu skammir heima á íslandi, þeir voru
sagðir óþjóðlegir vitleysingar [...]"! Þessi speki er í tilvísanaskrá
höfð eftir Jónasi Kristjánssyni. - Á sömu bls. er sagt, að ákveðinn
maður hafi talið íslendinga eiga „júristískan rétt" til Árnasafns, en
hér á auðvitað að standa „júridískan".
Bls. 242. Þar segir: „Danir höfðu þegar hér er komið sögu [þ e.
um 1954] fengið óþrjótandi áhuga á handritamálinu [...]". Þetta er
auðvitað fjarri lagi, en stjórnvöld fengu hins vegar áhuga á að
auka fjármagn til rannsókna handrita, eftir að íslendingar fóru að
viðra óskir sínar um skil þeirra eftir stríðið.
Bls. 243. Þar er komizt sérkennilega að orði: „Árið 1965 sat Jens
Otto Krag fyrir minnihlutastjórn jafnaðarmanna og var stjórnin
einungis skipuð jafnaðarmönnum"! Ennfremur segir á sömu bls.:
„Danska þjóðin var síður en svo ánægð með gang mála", þ e. 1
handritamálinu, og „Danir vildu alls ekki láta þau af hendi". Hér
á ekki við að alhæfa með þessum hætti, þegar við vitum, að fjöldi
manna, bæði stjórnmálamenn og lýðskólamennirnir voru hlið-
hollir okkur á marga lund, - og leystu málið á farsælan hátt.
Bls. 254. í myndatexta stendur, að Halldór Laxness hafi verið
„tíður gestur hjá stúdentum. Hann las árið 1955 upp úr óprentuðu
handriti af Paradísarheimt". Þetta er missögn, hér gæti hafa verið
upplestur úr Brekkukotsannál, sem kom út árið 1957. Upplestur ur
Paradísarheimt kynni að hafa verið 1959-60, en bókin kom út síð-
ara árið. Þess er þó ekki getið í kaflanum um „Stjórnir og funda-
efni" ábls. 291.
Bls. 261. Þar eru sögð þessi dapurlegu orð: „Stúdentalífið var
enginn dans á rósum og þurftu menn iðulega að snúa við hverri
krónu til að eiga í sig og á."! Á sömu bls. segir, að stúdentafélagÓ