Saga - 1998, Page 259
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
257
hafi verið „lokað klíkufélag". Þetta var vissulega félag bundið við
stúdenta. Þarf að kalla það klíku?
Undir lok bókar, á bls. 266, segir: „Sameiningartákn landanna í
borginni varð Jónshús með Guðrúnu Eiríksdóttir [svo!], ömmu
allra Islendinga í Kaupmannahöfn, í broddi fylkingar." Hér hefði
verið viðeigandi að skýra lítillega fyrir lesendum hver hún er sú
agaeta kona, Guðrún Eiríksdóttir, og hvað því olli, að hún fær
þennan vitnisburð. Hún mun nú vera búsett, háöldruð, norður á
Akureyri, - og Jónshús víst ekkert sameiningartákn landa í Kaup-
naannahöfn lengur.
Myndir og myndatextar eru mál út af fyrir sig, en myndaskrá er
engin. Mér finnst sérstaklega stinga í augu við oft allgóðar mynd-
lr/ að textinn er af skornum skammti. T.d. eru hópmyndir á bls.
109 og 132, sú fyrri einungis með þeim texta, að hér séu „síðustu
íslenzku Garðbúarnir árið 1918", átta talsins, en enginn nafn-
greindur, þó allir sjálfsagt vel þekkjanlegir fyrir kunnuga. Á þeirri
síðari eru fimm menn, en aðeins einn nafngreindur. Þrjá aðra gæti
eg strax nafngreint.
Bls. 165. Þar er mynd af tveimur körlum og einni konu við borð-
hald. Engin nöfn nefnd, aðeins má lesa: „Á pensíónati?" Svona
gengur ekki!
Bls. 176. Þar er mynd af stúdentum (enginn þó nafngreindur)
Slt]andi á útiveitingahúsi við ströndina „að gera sér glaðan dag.
Uti lóna herskipin og minna á stríðsógnina". Þarna er allt á frið-
sainlegum nótum og þetta virðast ósköp venjuleg skip friðsam-
legra erinda.
Bls. 180. Þar er hópmynd úr veizlu hjá Agnari Tryggvasyni árið
^43. Ekki eru þar allir nafngreindir, þó flestir, en í texta stendur:
''har þekkjast"! Ég er viss um, að Agnar, Hjalti Gestsson eða Helgi
ergs, sem eru á myndinni, hefðu getað nafngreint alla. Þannig er
0lnnig háttað með þrjár myndir á bls. 162-63, þar sem annað hvort
er enginn texti eða þá rangur.
h^afnaskráin er fjarska hroðvirknisleg. Nokkur dæmi: Einn mað-
Ur 8erður að tveimur (t.d. Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri),
lveir menn gerðir að einum (t.d. Sveinn Björnsson sendiherra og
s°nur hans, Sveinn Sv. Björnsson, tannlæknir), nöfn vantar í skrána
■ h. Pál A. Pálsson, dýralækni, sr. Björn Jóhannesson), önnur eru
vhlaust rituð (t.d. Skúli Nordal í stað Norðdahl, arkitekt), flest án
lls/ sum þó reynt að auðkenna frekar og tekst stundum
17'SAGA