Saga - 1998, Page 264
262
RITFREGNIR
hugun Þjóðhagsreikninga 1945-1992 (Þjóðhagsstofnun, 1994, bls. 33, 35-36,
39, 44, 77, 78, 80) má samt sjá að hér voru mestmegnis á ferðinni ýmsar
fínstillingar á tölunum frá og með 1980 en ekki nein grundvallarbreyting
eins og 1957. Þetta hefði þurft að koma skýrt fram.
í töflu um fóstureyðingar (bls. 816-17) sést að þær hafa verið leyfðar á
grundvelli tvennra laga, frá 1935 og 1938. Ekki er skýrt í athugasemdum
eða í inngangstexta frá því hvers konar heimildir lögin gáfu til fóstureyð-
inga. Ekki er hægt að ætlast til þess að allir viti hvað þessi tvenn lög inni-
héldu.
Þá langar mig til að benda á tvo staði, sem dæmi, þar sem hefði mátt
auka notagildi taflnanna með lítilli fyrirhöfn. í töflu 5.2 hefði verið kjörið
að snúa fjölda báta í smálestatölu líkt og gert er í töflunni á eftir, þá hefði
burðargeta hvers stærðarflokks (þ.e. afkastageta við fiskveiðarnar) orðið
skýrari. í fremsta hluta töflu 6.2 um iðnað hefði verið fróðlegt að sýna töl-
ur fyrir fiskiðnað aðskildar frá tölum fyrir annan iðnað (hlut iðnaðar i
landsframleiðslu, vinnuaflsnotkun og útflutningi).
Tvennt er það sem ekki hefur verið samræmt nægilega í töflum. Hið
fyrra er notkun á millisamtölum; þær eru ekki alveg alltaf reiknaðar út
(a.m.k. bls. 680-81) og þegar það er gert eru samtölurnar stundum settar
á núll („-") að ástæðulausu (t.d. bls. 668-73). Seinna atriðið er að sums
staðar er athygli lesenda vakin á rofi í talnaröðum eða ósambærilegum
tölum að einhverju leyti með því að setja lárétt eða lóðrétt strik eftir atvik-
um í töflurnar. Notkun striksins er reyndar heldur tíðari en það og víðari
en greint er frá í athugasemdum um tákn og skýringar fremst í bókinm-
Þau eru stundum notuð af ritstjórum til að sýna breytingu á sléttun talna
og lfka til að sýna mun á verðmætistölum í nýkrónum og gömlum krón-
um. Þetta er vel en víða hefur gleymst að setja strikin inn til að vekja at-
hygli á mjög ósambærilegum talnaröðum. Læt ég duga að nefna dæmi
sem er í töflu 11.4 um skipakomur til Reykjavíkur. Fram til 1961 dugði að
skip næðu 30 smálestum nettó til að vera skráð á hafnarskýrslur en frá og
með 1962 þurftu skip að ná 100 smálestum brúttó; þau þurftu með öðrum
orðum að vera um það bil tvisvar sinnum stærri en áður. Á þessu er ekki
vakin athygli með striki milli 1961 og 1962 í töflunni.
Almennt er Hagstofubragur á frágangi taflna og texta enda bókin unn-
in innan vébanda hennar og starfsmenn þar þrautreyndir í þessum efn-
um. Smámistök og villur hafa þó slæðst með og eru sumar þeirra á mörk-
um ritstjórnar og tæknilegs frágangs. Aðeins á einum stað hef ég séð frem-
ur slæmar villur sem leyna á sér, a.m.k. við fyrstu sýn, en það er í töflu
13.6 sem fjallar um efnahag viðskiptabanka. Árin 1964-73 (að báðum
meðtöldum) hafa niðurstöðutölur um eignir og skuldir óvart tvöfald-
ast. Þess utan er ein millisamtölulína (um erlendar skuldir) á sömu
árum brengluð. Um árin á eftir, 1974-90, hefur svo gleymst að taka fram