Saga - 1998, Page 314
312
RITFREGNIR
ið og fjölbreytilegt safn persónulegra heimilda er að ræða.1 Þannig telja
dagbókarfærslur Halldórs liðlega 3000 handritaðar síður! Dagbækurnar
færði hann frá seytján ára aldri (1888) og þar til hann fórst í sjóslysi 42 ára
gamall. Og Níels bróðir hans hélt dagbók í nálægt fjóra ártugi, reyndar
ekki samfellt. Þá má geta þess að úr fórum Níelsar og ættingja hans eru
komin yfir eitt hundrað sendibréf; meðal þeirra eru yfir tuttugu sem hann
sendi unnustu sinni í tilhugalífinu, en flest eru frá bræðrum hans, Hall-
dóri og ísleifi. Samanlagt er umfang þeirra handrita sem þeir bræður hafa
skilið eftir sig með ólíkindum, svo sem sýnt er á mynd milli bls. 48-49.
Á síðastliðnu ári kom líka út sýnishorn af þessu mikla heimildasafni,
Bræður af Ströndum. Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnis-
bækur og samtíningur frá 19. öld (Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar),
sem Sigurður Gylfi sá um útgáfu á. Af samtíningsefni Halldórs sem hér
er birt má af handahófi geta tvenns: Upptalningar á sendibréfum sem
Halldór fékk (21) og skrifaði sjálfur (41) árið 1905 og lista yfir þá sem
komu að Tindi og fóru þaðan árin 1890 og 1891. Þannig virðist ekkert hafa
verið of smálegt til þess að komast á blað hjá þessum eljusama, unga skrá-
setjara. Bræður af Ströndum er nýstárlegur þáttur í íslenskri heimildaút-
gáfu, en annars verður ekki fjallað frekar um þetta rit hér.
Sigurður Gylfi á sér vitaskuld marga fyrirrennara í notkun persónu-
legra heimilda, af því tagi sem að ofan getur, í því skyni að varpa sem
skýrustu ljósi á ákveðna þætti í lífi einstaklinga. Þetta hafa löngum gerf
ævisöguritarar og aðrir iðkendur persónusögu.2 En það er í sjálfum nýt-
ingarhættinum sem Sigurður Gylfi víkur augljóslega frá persónusögu-
hefðinni. í fyrsta lagi varða heimildirnar „nafnleysingja" sem eru and-
hverfa merkismanna í sögunni. í öðru lagi á Menntun, ást og sorg sáralit-
ið skylt við venjulega ævisögu. Um er að ræða rannsókn á íslenskri al-
þýðumenningu 19. og 20. aldar þar sem dregið er aðallega dæmi af tveim-
ur einstaklingum. Aðferðina kennir höfundur við einsögu en svo þýðir
hann hugtakið „microhistory". Það er einmitt beiting svokallaðrar ein-
söguaðferðar sem gerir þetta rit að mjög metnaðarfullu verki.
Heitið einsaga í ofangreindri merkingu orkar tvímælis. Að mínum dómi
hefði höfundur þurft að leiða hugann að því, þegar hann ákvað að taka
þetta heiti upp, hvaða íslenskt orð mætti nota yfir andheitið „macrohi-
1 Sigurður Gylfi Magnússon, ,,„Ég er 479 dögum yngri en Nilli." Dagbækur
og daglegt líf Halldórs Jónssonar frá Miðdalsgröf", Skírnir 169 (haust 1995),
bls. 309-47.
2 Tvö dæmi, eitt eldra og annað yngra, skulu hér nefnd: Gunnar M. Magn-
úss, Skáldið á Þróm. Ævisaga Magnúsar Hj. Magnússonar (Reykjavík, 1956), °S
Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum. íslenskur endurreisnamtaður
(Reykjavík, 1993).