Saga - 1998, Page 315
RITFREGNIR
313
story" (ekki verður víst notast við orðið „fjölsaga"!). Hér er um að ræða
heiti á tveimur ólíkum nálgunum í sagnfræðirannsóknum þar sem önn-
ur verður vart skilin eða skýrð nema með hliðsjón af hinni.3
Fyrsti kafli bókarinnar, „Einsögurannsóknir", fjallar um aðferðafræði,
efnistök og heimildir (um 55 bls.). Um leið og höfundur gagnrýnir ýmis
hefðbundin vinnubrögð í félagssögu, kynnir hann nýlega umfjöllun sagn-
fræðinga um „einsögu" og metur og vegur sérlega kosti hennar og vand-
kvæði. Eftir einum starfsbróður sínum kveður hann meginmarkmið ein-
söguritunar vera að skapa „þjóðfræðilega hversdagssögu með því að ein-
beita sér að mjög afmörkuðum aðstæðum eða fyrirbærum eins og einu
litlu samfélagi, fjölskyldu eða einstaklingi" (bls. 20).
í andófi gegn útbreiddum skilningi félagssögumanna, t.d. af Annála-
skólanum franska, vilja formælendur einsögu snúa hinu sérstaka og ein-
staklingsbundna upp í þekkingarfræðilega dyggð. Þannig segir höfund-
ur: „Með því að rannsaka hið óvenjulega í fari hvers einstaklings fáum við
ekki aðeins dýpri skilning á glímu hans við eigin þroska og stofnanir þær
sem honum hafa tengst, heldur skýrist heildarmyndin af þessu samfélagi
sem þessi einstaklingur byggir. Hér er því fullyrt að útilokað sé að fá
yfirgripsmikinn skilning á uppbyggingu þjóðfélags nema smæstu eining-
ar þess séu grandskoðaðar" (bls. 17).
Tengt áherslu á mikilvægi hinnar einstaklingsbundnu merkingar er
andóf formælenda einsögu gegn félagslegri löghyggju. Þótt þeir viður-
kenni að samfélagsgerðin og hversdagslífið bindi menn á margan hátt,
^eS8Ía þeir áherslu á að svigrúm einstaklingsins til athafna sé mikið og
valmöguleikarnir ófyrirsjáanlegir (sbr. bls. 16). í „póst-módernískum" stíl
vilja einsögumenn veita frelsisþrá og frelsisþörf einstaklingsins uppreisn
®ru eftir að hún hefur, að sögn, um alllangt skeið verið bundin tölfræði-
iegum meðaltalsútreikningum sögulegra lýðfræðinga og annarra félags-
sögumanna.
Sigurður Gylfi finnur félagssagnfræðingum það m.a. til foráttu að hafa
sniðgengið huglæga þætti í lífi einstaklinga og hópa. Hvað íslenska sagn-
fræðinga áhrærir, getur þessi gagnrýni ekki talist alls kostar réttmæt.4 En
það er meginatriði hjá Sigurði Gylfa að kanna hvað hafi legið að baki
ákvörðunum manna sem meðaltölin í lýðfræðirannsóknunum sýna. Þess
Vegna einsetur hann sér að gera huglæga reynslu að sérstöku viðfangi.
3 Sjá t.d. Giovanni Levi, „On Microhistory", New Perspectives on Historical
Writing. Ritstjóri Peter Burke (Cambridge, 1991), bls. 93-113.
4 Sjá Loftur Guttormsson: Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Tilraun
til félagslegrar og hjðfræðilegrar greiningar (Reykjavík, 1983), bls. 148 o. áfr.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Saga og samfélag. Þættir úr félagssögu 19. og 20.
aldar (Reykjavík, 1997), bls. 239-53.