Saga - 1998, Page 320
318
RITFREGNIR
arfýsnin; hún á t.d að hafa komið fram í því að greinarnar, sem Jón Sig-
urðsson forseti birti í Nýjum félagsritum á fimmta áratugnum, „voru lesn-
ar af áfergju af ungum sem öldnum um allt land og höfðu þvf gríðarleg
áhrif" (bls. 90). Allt aðra mynd af viðtökum Félagsritanna gefur þó ítarleg
greinargerð Lúðvíks Kristjánssonar.8 Víðar í ritinu gefur Sigurður Gylfi
þeirri skoðun undir fótinn, í almennum yrðingum, að blaða- og tímarits-
greinar hafi verið lesnar af alþýðu um allt land. Hér eru á ferðinni ýkjur
sem m.a. framfarasinnaðir menntamenn voru að reyna að kveða niður um
síðustu aldamót (sjá bls. 95-97).9 Þessi ýkjukennda túlkun magnast svo
fyrir þá sök að höfundur gerir lítið úr þeim breytingum á menntunarstigi
almennings sem höfðu, þrátt fyrir allt, átt sér stað frá því að Jón forseti hóf
boðskap sinn og þar til þeir Strandabræður voru að afla sér menntunar
kringum 1890.
Þriðja athugasemdin beinist að þeim kjarna í aðferðafræði Sigurðar
Gylfa sem snertir tengsl hins einstaka og hins almenna. Eða með öðrum
orðum, hversu vel hentar dæmi bræðranna frá Tindi til þess að á því verði
byggðar alhæfingar um eðli íslenskrar alþýðumenningar? Ég tel einsýnt
að þeir geti ekki talist dæmigerðir í hugsun sinni og hegðun fyrir þann
meirihluta landsmanna sem telst óhjákvæmilega til alþýðu skv. skilgrein-
ingu Sigurðar. Til þess að treysta sönnunargildi dæmisins er ekki nóg að
sýna fram á að þeir bræður voru ekki einstakir í sinni röð; hinu verður ekki
neitað að þeir voru sérstakir, þ.e. skáru sig úr fjöldanum, m.a. með dag-
bókarfærslum sínum. Hér þarf eiginlega ekki vitnanna við; aðeins má
benda á að sjálfir upplifðu bræðurnir þessa sérstöðu. Þannig kvartar Hall-
dór undan því í bréfi til bróður síns að það séu „svo fáir sem hafa ánægju
af þvf sama og ég" (bls. 141). Og í umhverfi Níelsar er tekið til þess hve
hann sé vel að sér.
í stuttu máli sagt: Ég heillast af dæmum Sigurðar en hef miklar efa-
semdir um ýmsa þætti í kenningu hans sem hvíla á ótraustum grunni.
Þetta á jafnvel við einstök atriði í lífsferli bræðranna sem hann notar til
þess að sýna fram á tengsl menntunarlöngunar, framfaratrúar og ástar-
tjáningar (sjá bls. 235-40); því að vísa má á sjálfsævisögudæmi þar sem
menn kannast ekki við að þeir hafi verið knúðir áfram til menntunar af
framfaraþrá og ættjarðarást.10
Með þessu er ekki sagt að svokölluð einsöguaðferð sé ekki nothæf til
8 Lúðvík Kristjánsson, Af slóðum Jóns Sigurðssonar ([Án útg.st]., 1961), bls.
43-68.
9 Einar Hjörleifsson [Kvaran], „Alþýðumentun hér á landi", Tímarit hins ts-
lettzka bókmentafélags 22 (1901), bls. 37-43.
10 Indriði Einarsson, Séð og lifað. Endurminningar (Reykjavík, 1972), bls. 52.