Saga - 1998, Síða 322
320
RITFREGNIR
Utah, Wisconsin, Nebraska, Ontario, Nova Scotia, Keewatin, Minnesota,
Dakota eða enn annað á þessu víðlenda meginlandi.
Fróðleiksmolar og ferðaþættir fræðimannanna í hópi ferðalanganna
voru líkast til fyrst í stað einkum ætlaðir til að stappa stálinu í þá vini og
kunningja, sem enn tvístigu og óðu vomurnar heima á ísland, áður en
þeir höfðu gert upp við sig hvort heldur skyldi hrökkva eða stökkva. En
áður en langt um leið mynduðu þeir upphaf og uppistöðu í þáttum, sem
birtust árlega í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar í Winnipeg 1896-1954 og
urðu „safn til sögu íslendinga í Vesturheimi".
í fyllingu tímans fæddist í fimm bindum vænum Saga íslendmga íVest-
urheimi (Reykjavfk og Winnipeg, 1940-53). En því miður voru flestir að
kalla engu nær. Einhvern veginn hefur ekki til þessa dags auðnast að
koma sköpulagi á umrædda sögu, og til skamms tíma hafa skáldin að
mestu leitt hest sinn hjá þessari örlagaþrungnu atburðarás í lífi þjóðarinn-
ar.
Ole E. Rolvaag (1876-1931), Norðmaður frá Suður-Dakota, hefur á
ógleymanlegan hátt lýst lífi og baráttu norsku landnemanna í Miðvestur-
ríkjum Bandaríkjanna. Og margir munu kannast við sögur sænska rithöf-
undarins Wilhelms Mobergs (1898-1973) af löndum hans, sem héldu vest-
ur, enda hefur verk hans fengið enn frekar á fæturna með kvikmyndum-
Reyndar skrifaði Einar Hjörleifsson (Kvaran) snjöllustu smásögu sína
um vesturför íslensks umkomuleysingja, rétt í þann mund sem hann var
sjálfur að reyna að skjóta rótum í Winnipeg. Halldór Laxness skrifaði sma-
söguna „Nýja ísland" snemma á ferli sínum, og Iöngu seinna skrifaði
hann heilan róman, Paradi'sarheimt, upptendraður af sögu Eiríks frá Brún-
um og íslensku mormónanna. Vestur-íslendingurinn J. Magnús Bjarnason
skrifaði um og eftir síðustu aldamót skáldsöguna Eirík Hansson og smá-
sögur, Vornætur á Elgsheiðum, hvort tveggja byggt á minningum frá Nova
Scotia. Enn fremur „ævintýrasöguna" Brasilíufararnir.
Allt var þetta gott og blessað, svo langt sem það náði. Samt vant-
aði greinilega meira en herslumuninn til þess að komast með tærnar
þangað sem skandinavísku frændurnir höfðu hælana á þessu sviði. Nu
hefur það bil skyndilega þrengst til muna eftir útkomu skáldsagna
Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og Lifsins tré. Og áður en
menn náðu almennilega andanum eftir afrek hans, birtist bókin sem til-
efni gaf til þeirra orða, sem hér eru fest á blað.
Höfundur Nýja íslands vekur athygli á, að hann hafi hér ekki skrifað
sagnfræðirit. Saga og sagnfræði er ekki hið sama, þó að vissulega sé
skeggið skylt hökunni. En það var vel sögð saga, sem við þörfnuðumst-
Hitt getur sem best beðið betri tíma.
Þegar lýkur aðdraganda og upphafi vesturferða frá íslandi - og vest-
urferðir þaðan eru að sjálfsögðu einungis hluti af sögu vesturferða itá