Saga - 1998, Qupperneq 323
RITFREGNIR
321
Evrópulöndum - tekur sagan strax að greinast í nokkra glöggt aðgreinda
farvegi. Fyrstir urðu mormónar. Þeir leituðu guðsrikis, sem að sjálfsögðu
var ekki að finna á íslandi. Næst komu þær 40-50 hræður, sem fóru alla
leið til Brasilíu og koma naumast við sögu íslendinga. Þessir létu ef til vill
öðru fremur heillast af draumi um eilíft sumar í landi, þar sem smjör
drypi af hverju strái. Loks voru þeir, sem frá og með 1870 leituðu sömu
urræða og vegavillt fólk flestra Evrópulanda seildist eftir, ef til vill öllu
fremur með framtíð barna sinna í huga en sjálfra sín, þegar það fluttist til
Bandaríkjanna eða Kanada.
Það er ein gildasta og best afmarkaða kvísl þessa þriðja farvegar, sem
hér er fjallað um, sagan af þeim sem leituðust við að koma sér upp nýju
íslandi í eyðilendum Kanada, þegar heimskautaísinn og hungurvofan
virtust rétt einu sinni ætla að leggja byggðir gamla íslands í læðing.
Loksins eru kynslóðirnar, sem þessi gangur mála hristi og skók, komn-
ar í þá fjarlægð, að hægt er að rekja sögu þeirra með sem næst köldu blóði,
þannig að sem flestir fái að njóta sannmælis. Að vísu verður sagan á þann
hátt svipminni en ella, hetjurnar smækka, en alþýða manna, hinn grái
múgur, fær þá fremur en áður að njóta sannmælis.
Hér er engin fjöður yfir það dregin, að fyrir þeim félögum, Sigtryggi
Jónassyni, Friðjóni Friðrikssyni og Árna Friðrikssyni vakti ekki það eitt að
s]á bágstöddum löndum borgið, útvega þeim lifibrauð og forða þeim frá
seigdrepandi lífsbaráttu á íslandi til gósenlanda Keewatinhéraðs, norðan
Manitoba. Þessir dugnaðarmenn höfðu nefnilega fundið sjálfum sér girni-
E‘gt og ábatavænlegt viðfangsefni. Með því að taka að sér forsjá fákunn-
ar>di landa sinna, annast úthlutun styrkja og lána þeim til handa frá
kanadískum stjórnvöldum, kaupa af þeim fátæklegar búsafurðir og selja
þeim í staðinn brýnustu nauðþurftir, o.s.frv., tókst þeim öllum, ásamt fá-
emum öðrum, að sjá eigin hag borgið. Um þetta er annars ekki margt að
segja, en þó er það betur sagt en ósagt.
Ég held að það sé skynsamlega ráðið hjá höfundi að leiða hest sinn hjá
því að skýra guðfræðilegan ágreining prestanna Jóns Bjarnasonar og Páls
Eorlákssonar. Enn held ég að þar hafi enginn haft erindi sem erfiði. Otium
theologorum allra tíma verðskulda sjaldnast upprifjun, og síst þegar frá
úður. Svo fór um síðir, að síra Jón lifði síra Pál, sem dó rúmlega þrítugur
árið 1882. Jón hafði horfið heim til íslands 1880 og gerst prestur á Dverga-
steini við Seyðisfjörð. En hann var við flest ósáttur á gamla landinu, enda
úorin von að hann næði þar sambærilegum áhrifum og meðal landa vest-
an hafs. Varð úr að hann þekktist boð prestlausra landa í Winnipeg, flutt-
Ist a ný vestur, og þar fékk hann að bera beinin, tæplega sjötugur, árið
1914.
Síra Jón var án alls efa svipmesti forystumaður Vestur-íslendinga um
sma daga. í kirkjufélagi því, sem hann stýrði, deildi hann ekki völdum
2i~saga
L