Saga - 1998, Side 324
322
RITFREGNIR
með neinum. Þar urðu menn annaðhvort að sitja og standa eins og hann
vildi eða hafa sig á burt. Ekki sópaði meira að neinum íslenskum kirkj-
unnar manni, sem honum var samtíða. Hann minnir helst á gömlu fork-
ana Guðbrand og Brynjólf, ef ekki Gottskálk og Staða-Árna. En hann
hverfur að kalla úr sögu Nýja-íslands 1880.
Löngum hefur verið sagt, að Nýja-ísland hafi verið í tölu fátækustu ís-
lensku byggðanna í Vesturheimi. Valdimar Björnsson fullyrti, að best
hefði íslenskum bændum vegnað í Minnesota, Norður-Dakota og Argyle-
byggð í Manitoba, og mun sú skoðun almenn. Það kynni því að vera lær-
dómsríkt þeim, sem bitið hafa sig fastast í þessa kenningu að lesa í Skíriii
frá síðast liðnu hausti (171. ár, haust 1997) athyglisverða ritgerð eftir
Minnesota-íslendinginn Bill Holm, þar sem hann rifjar upp minningar
sínar um fátæka og rótslitna íslenska nýbyggja, þrautpínda, þrælkaða og
að almannadómi misheppnaða. Er ekki að efa að ófáar sambærilegar sög-
ur hafa gerst í öllum byggðum íslensku landnemanna vestra, rétt eins og
meðal smælingja annarra þjóða.
En það mun dæmast á skáld að segja sögu Pauline Bardal og hennar
líka. Slíkt telst víst ekki á færi alls þorra blaðamanna og sagnfræðinga.
Enginn ætlast til að Guðjón Arngrímsson hafi sagt síðasta orðið um
sögu Nýja-íslands yfir fyrsta og örðugasta hjallann. En nú ætti eftirleikur-
inn að verða auðveldari. Þetta er í aðalatriðum sagan séð frá íslandi. Eftir
er enn að lýsa henni af sjónarhóli heimamanna.
Að svo mæltu langar mig að þjóna sérvisku minni og gera fáeinar at-
hugasemdir.
- Ég felli mig ekki við að kalla einstök ríki Bandaríkjanna fylki, nema
því aðeins að farið yrði að dæmi gamla Skírnis og talað um Bandafylkin.
- í rammagrein á bls. 141 eru Melrakkaslétta og Tjörnes talin til Múla-
sýslna. Hvað segja Þingeyingar um það?
- Vorkoman í Nýja-íslandi (bls. 165) tekur fremur fáein dægur en vikur.
En þegar lýst er veðurfari í miðvesturhéruðum Norður-Ameríku (bls. 166)
vantar að lýsa þeirri yfirþyrmingu sem kalla má árvissa og þarlendir kalla
blizzard, snjóstorm, sannarlegt mannskaðaveður.
- Pólverjar, Úkrainumenn og sjálfsagt fleiri slavneskir grannar kölluð-
ust gjarnan meðal íslendinga Gallar. Voru þeir þá víst kenndir við hérað-
ið Halics, Galisíu, hluta Póllands, sem keisarinn í Vín réð til 1918.
- Því er réttilega á loft haldið, að síra Jón Bjarnason stóð aldrei einn. Frú
Lára Mikaelína, elst 15 barna Péturs Guðjohnsens organista og konu hans,
Guðrúnar, fæddrar Knudsen, var hinn mesti forkur og stoð og stytta
bónda síns í langvinnu og þrjálátu sjúkdómsstríði hans. En vestanhafs var
hún örugglega ekki nefnd ungmeyjarnafni sínu (mynd á bls. 252). Fyrr en
varði var hún orðin Mrs. Jón Bjarnason, þó að illa aðlagaðir íslendingar
hafi sjálfsagt talað um hana sem frú Láru.