Saga - 1998, Page 325
RITFREGNIR
323
- Það er til marks um þann sess, sem síra Jón ávann sér meðal öflugustu
°g áhrifamestu flokksmanna sinna vestra, að þegar frændur síra Páls réðu
dr. Georg Hauser til að skrifa ævisögu Páls, þá stungu kostnaðarmenn-
irnir verki Hausers fremur undir stól en að láta koma fyrir almennings
s]ónir niðrandi ummæli um síra Jón og málflutning hans í deilunum við
síra Pál.
- Fremur finnst mér ótrúlegt að rafmagnslínur hafi verið strengdar á
staura meðfram götum Winnipegborgar veturinn 1883, sbr. mynd á bls.
277.
- A bls. 284 er sá mæti maður, Árni Björnsson, borinn fyrir því, að fjall-
konan hafi fyrst birst hérlendis á þjóðhátíð í Reykjavík 1947. Þó er eins og
rnig hálfminni, að á einhverri samkomu á Þingvelli, trúlega 1939, hafi frú
Vigdís Steingrímsdóttir komið fram að vesturíslenskum hætti sem fjall-
konan, en ungfrú Gerður Jónasdóttir sem Miss Canada og ungfrú Krist-
jana Pétursdóttir sem Miss USA.
- í rammagrein á bls. 286 og áfram segir að fslendingabyggðir í
Wisconsin hafi staðið stutt. Svo var í Shawano County, en hvað um Was-
hington Island?
- Vilhjálmur Stefánsson fæddist í Árnesbyggð í Nýja-íslandi, en ólst
upp í Pembina County, N. D. (Rammagrein, bls. 289).
- Var það ekki Mooseheath, fremur en Moosehead, sem J. Magnús
Bjarnason kallaði Elgsheiðar? (Rammagrein, bls. 290).
- Á bls. 292 er minnst á síra Magnús Jósepsson Skaftason. Vesturför
hans og ferill vestra var sögulegri en flestra annarra.
- Einar Hjörleifsson (Kvaran) var um skeið skeleggasti talsmaður Vest-
Ur-íslendinga á íslandi, eftir að hann var horfinn heim aftur 1893. Þegar
hann fullyrti að vestra fyndust engir íslenskir þurfamenn, minnir það
einna helst á talsmann vesturíslenskra gesta hér á landi fyrir einum 20
árum, sem fullyrti, að í Kanada væru engir íslendingar erfiðismenn eða
almennir verkamenn!
- Loks sakna ég þess, að hvorki í bókartexta né heimildaskrá er getið
um Helga Einarsson frá Neðranesi í Stafholtstungum. Að vísu fluttist
hann ekki vestur fyrr en 1887. En þar á ofan vann hann það sér til óhelgi
rneðal landa, að hann kvæntist Indíánakonu. Börn þeirra voru með ósvik-
run Indíánasvip og því ógjarnan tekin gild sem Vestur-íslendingar.
Hvað sem öllu nöldri líður, þá mæli ég eindregið með bókinni um Nýja-
ísland. Hún er holl lesning þeim mörgu, sem þessi misseri sýna áhuga á
órlögum þeirra, sem á sínum tíma fluttu sitt ísland til Norður-Ameríku.
Bergsteinn Jónsson