Saga - 1998, Page 327
RITFREGNIR
325
timburhúsa á fyrri öldum, þar sem kastljósinu er beint að algengri gerð
íbúðarhúsa á 19. öld. Lykilatriði í nálgun höfundar að efninu er að skoða
faereyska byggingarsögu í víðu samhengi, bæði hvað varðar aðferðir, tíma
og rúm. Bjarne Stoklund lítur á byggingararfleifðina sem vísbendingu um
menningarlegar breytingar í gegnum aldirnar. Skýringar á byggingarlagi
fereyskra timburhúsa segir hann vera mikilvægar fyrir skilning á byggð-
arþróun á hinu vestnorræna og norðurevrópska landsvæði. Hús sé ekki
bara skjól fyrir veðri og vindum, heldur spegill lifnaðarhátta sem það hef-
ur hýst, félagslegra og hagrænna, sem eru breytilegir frá einu samfélagi til
annars og einum tíma til annars.
Meginþættir bókarinnar eru þrír: í fyrsta lagi greining á færeyskri timb-
urhúsagerð, í öðru lagi athugun á byggingarsögu við norðvestanvert
Atlantshaf og að lokum túlkun á þróun híbýlahátta í Norður-Evrópu yfir
margra alda tímabil. í bókinni fæst einnig gott yfirlit yfir fyrri rannsóknir
a þessu sviði og afstaða höfundar og nýjar niðurstöður koma skýrt fram.
Margt í eldri rannsóknum er tekið til endurskoðunar auk þess sem ný vit-
neskja um áður órannsakaða þætti er birt.
Aðalniðurstaða Bjarne Stoklunds er að færeysk timburhús nítjándu ald-
ar eigi ættir sínar að mestu að rekja til vesturnorskra stafkirkna og séu
vitnisburður aldalangrar byggingarhefðar og menningarlegra tengsla
Færeyja og Noregs á miðöldum. Máli sínu til stuðnings gerir hann athug-
anir á handverkinu sjálfu, rannsakar hvernig mismunandi tegundir af
stofum hafa þróast sem hlutar af híbýlum Færeyinga, skoðar verslunar-
tengsl og menningartengsl Færeyja við nágrannalöndin auk þess að líta til
breytinga á húsagerð allt frá víkingatíma.
Höfundur fer frá hinu sértæka til hins almenna. í fyrsta hluta bókarinn-
ar gerir hann nákvæma grunnrannsókn á húsinu Har frammi í Múla á
Borðoy sem byggt var 1866, en það hús er nú fulltrúi færeyskrar timbur-
húsagerðar í Frilandsmuseet í Danmörku. Þar næst fjallar hann almennt
um byggingar í Færeyjum og þær byggingaraðferðir sem þekktar voru
fyrr á öldum. í þriðja og fjórða hluta er rætt um afmarkaða húshluta, eld-
hús, stofur, reykstofur og glerstofur. Að lokum dregur Stoklund saman
þræði og sýnir viðfangsefni sitt í stærra samhengi, í ljósi menningarsögu-
legrar þróunar á svæðinu við Norður-Atlantshaf.
Framsetning og efnisskipan bókarinnar er afar skýr og textinn læsi-
legur. Fjölmargar myndir og skýringarteikningar eru birtar textanum til
stuðnings. Myndefnið er nauðsynlegur þáttur bókarinnar, órjúfanlegur
þáttur í efnistökum og uppbyggingu hennar. Með myndefninu eru flókin
byggingarsöguleg atriði gerð skiljanleg lesendum, innvígðum sem áhuga-
mönnum um byggingararfinn. Fjöldi prýðilegra ljósmynda er einnig birt-
ur í bókinni, bæði 19. aldar myndir sem og yngri myndir af meginvið-
fangsefninu - færeyskum húsum. Frágangur er að flestu leyti góður, en