Saga - 1998, Page 332
330
RITFREGNIR
ildir um samfélagsgerðina á íslandi og þróun hennar. Upplýsingar um at-
vinnuþátttöku, atvinnugreinar, starfsstéttir og fleiri undirhópa eru þau at-
riði sem höfundur byggir greiningu sína á. Hins vegar þarf tæki eða mód-
el til þess að vinna úr þessum heimildum. Afstaðan til framleiðslutækj-
anna og þrískipting í verkalýðsstétt, smáborgara og borgarastétt er ekki
eingöngu látin ráða ferðinni í því riti sem hér er til umfjöllunar. Á undan-
förnum árum hefur verið lögð áhersla á að gera þessa einföldu mynd ná-
kvæmari og þannig verið reynt að skilgreina þá hópa sem standa utan við
og hafa ákveðna sérstöðu gagnvart meginstéttunum. Við þróun auð-
magns, nýrra atvinnugreina og aukinnar þjónustu hafa vaxið fram
„starfsstéttir" sem tengjast höfuðstéttunum með ólíkum hætti, en tilheyra
engri þeirra í raun.
Engu að síður bera þessir hópar oft á tíðum einkenni fleiri en einnar
stéttar. Staða þessara hópa er skilgreind sem „mótsagnakennd stéttar-
staða" og hefur höfundur ritsins leitað ásjár hjá bandaríska félagsfræð-
ingnum E.O. Wright (sjá t.d. bls. 28) til þess að stýra greiningu sinni á at-
vinnuþátttöku og um leið þróun stéttagerðar Akureyrar í nær heila öld.
Það er farið mjög skipulega í gegnum manntölin á tímabilinu, efnið
flokkað eftir skráðum atvinnugreinum í fimm meginstéttir. Mjög ná-
kvæmlega virðist gengið til verks og hefur höfundi þannig tekist að skapa
dýrmæta heimild, þar sem búið er að safna saman og greina íbúa bæjar-
ins eftir fjölbreyttustu starfsgreinum og starfsstéttum. Vissulega má deila
um flokkun einstakra starfsgreina, enda eru „landamæri" stéttanna víða
fljótandi, sérstaklega með tilliti til millistéttar og smáborgara. Hér má
benda á athyglisverða tilraun, með tilvísun til kenninga og aðferða G.
Olofsons (bls. 82-84), til þess að skilja á milli þjónustu og „reproduktions-
arbete". Engu að síður finnst mér vanta svolítið meira kjöt á beinin. Hverj-
ir eru þessir einstaklingar á bak við starfsheitin, hvernig skilgreindu þeir
sig sjálfir eftir stéttahugtökum? Kannski hefði mátt bæta hér við hjálpar-
tæki stéttarvitundar og reynslu fólks sem skilgreint er innan ákveðinnar
stéttar? Það er helst í umfjöllun um kaupmenn sem örlar á fólki á bak við
tölurnar og svolítilli „sagnfræði" eins og í kaflanum um þróun „speciella
kategorier" (bls. 134-44).
Nákvæm úrvinnsla upplýsinga úr manntölum leiðir menn oft inn á
óvæntar og forvitnilegar brautir, sem hægt væri að fylgja betur eftir, þó að
ég sé ekki hér að gagnrýna höfund fyrir að gera það ekki. í þessu sam-
bandi leiðir höfundur hugann að þýðingu þess að í greiningu hans á smá-
borgarastéttinni kemur skipasmiður til sögunnar (bls. 117), sem vísar til
og styður, að mati höfundar, iðnaðaruppbyggingu í kringum fiskveiðarn-
ar. Hér höfum við lítið dæmi um þjóðfélagsþróunina í nærmynd sem vert
er að gefa gaum í flóði upplýsinga og skilgreininga í fræðiritum. Á hinn
bóginn getur það truflað lesanda að ekki skuli vera vísað til ákveðinnar