Saga - 1998, Page 333
RITFREGNIR
331
töflu þegar um hana er fjallað í texta (bls.112) og engin sýnileg á opnunni,
þegar haft er í huga hversu mikið gildi flokkunin og niðurröðun í töflur
hefur í greiningu höfundar á stéttagerðinni. Og ekki veit ég hvort það ein-
tak bókarinnar sem ég hef í höndum er öðruvísi en önnur, en þar hefðu
aukablöð af sömu síðum (bls. 35-36) mátt missa sig. Þá eru oft óþarfa end-
urtekningar á nánast sama orðalagi í aðaltexta og skýringatextum við töfl-
ur og myndir.
Greining höfundar á aldurssamsetningu og samfélagsstöðu er áhuga-
verð viðbót við módel Therborns og felst einkum í þeirri túlkun hans að
eftir því sem „ofar" dregur í stéttakerfinu eru einstaklingarnir eldri og
fleiri eru giftir. Þetta kemur einnig betur fram í greiningu höfundar á ein-
staklingum eftir opinberum störfum. Hér hefði höfundur hins vegar mátt
fylgja málum betur eftir, kalla annars konar heimildir til sögunnar og leita
betri svara við því hvað veldur, hvað þessi vísbending hafi í för með sér
og síðast en ekki síst hversu miklu máli það skipti við samfélagsgreining-
una.
Þegar kemur að seinni meginhluta bókarinnar gætir meiri sögulegrar
greiningar og verður ritið um leið „þægilegra" aflestrar, í þeim skilningi
að hægt er að skynja spennu og átök, einstaklinga og hópa. Akureyri sem
samfélag lifandi manna vaknar og verður lesandanum sýnilegra. Tilfinn-
>ng og skynjun fyrir þróun og atburðarás verður sterkari. Stéttaandstæð-
ur koma berlegar í ljós og einkenna þær á margan hátt borgaralegt samfé-
lag Akureyrar, meðal annars þegar litið er á stofnun, starfsemi og þróun
almennra félaga á tímabilinu. Fram undir aldamót eru það einkum borg-
arastéttirnar sem gefa sig að félagsstarfsemi, en verkafólki vex ásmegin
þegar líður á hina nýju öld (bls. 188-91). Þá eru verslunarsögunni gerð
snaggaraleg skil, auk þess sem stiklað er á stóru í stjórnmálasögu Akur-
eyrar og þá einkum fjallað um myndun flokka og kosningafylgi. Þrátt fyr-
h liprari framsetningu vantar ennþá einstaklingana á bak við tölurnar og
starfsheitin, félögin og flokkana.
Þegar höfundur fikrar sig inn á sögu verkalýðsstéttarinnar, félaga henn-
ar og flokka, og jafnvel innri átaka (bls. 217-20) hefði hann mátt nýta sér
fjölbreyttari heimildir. Hér sakna ég útgefinna fræðilegra rannsókna á
verkalýðshreyfingunni á Akureyri (t.d. Stefán F. Hjartarson, Kmnpen om
fackfóreningsrörelsen), að ekki sé minnst á Krossanesátökin (bls. 224-29) og
klofning verkalýðshreyfingarinar á Akureyri á fjórða áratugnum.
Þegar upp er staðið tel ég höfundi bókarinnar takast fyrirætlan sín: Að
skilgreina upphaf og þróun stéttagerðar á Akureyri á þeim tíma sem bær-
inn tekur út vöxt unglingsáranna. Aðferðafræði og módel Therborns, með
nánari útfærslu og aðstoð kenninga Wrights um millistétt, gengur vissu-
iega upp við úrvinnslu á manntölum og stéttagreiningu á litlu samfélagi.
hað er mikill fengur að þeirri vinnu sem birtist í þessu riti, hvort heldur