Saga - 1998, Page 336
334
RITFREGNIR
allt of margir semja erindi sín eins og þeir væru að skrifa tímaritsgrein, en
útvarpið gerir allt aðrar kröfur." Fyrstu áratugi útvarpsins virtust menn
gera miklu meiri og reyndar vaxandi kröfur til útvarpsefnis. Finna menn
ekki til eftirsjár er þeir bera saman útvarp fyrr og nú? í þeim samanburði
eru sífrjálsar útvarpsstöðvar tíunda áratugarins sem hvimleitt fogls garg
hjá fögrum söng svana.
Utvarpsráðsmenn voru fyrstu árin afar afkastamiklir útvarpsmenn sjálf-
ir samtímis stjórnunarstörfum, tóku þátt í gerð þátta og lögðu línur í dag-
skrárgerð. Halldór Laxness, sem var viðkvæmur og kenndi til í stormum
sinnar tíðar, varð fyrir smásmugulegri gagnrýni í útvarpinu. Hann lenti í
framhaldinu í stælum við útvarpsmenn og kallaði útvarpið (í Tímariti
Máls og menningar 1941) „Hósta og ræskingastassjón íslenska ríkisins" og
sagði að útvarpsráðsmenn væru sífellt að „neyta aðstöðu sinnar til að
troða sér fram fyrir aðra á dagskránni hvenær sem er, sýknt og heilagt,
stundum dag eftir dag, stundum oft á dag, og fá sér allt til erindis, þótt
þeim sé ekkert á höndum."
Fyrstu starfsár útvarpsins var gert ráð fyrir meiri áhrifum útvarpsnot-
enda en síðar var. Meiraðsegja var gert ráð fyrir því í fyrstu lögunum um
útvarpsráð 1928 að meðal þriggja útvarpsráðsmanna væri einn frá félagi
útvarpsnotenda. Félög hlustenda hafa víða erlendis verið örlagavaldar í
útvarpsrekstri og í árdaga útvarpsins mátti finna fyrir meðvitund um að
hlustendur kæmu sem næst stjórn útvarpsins. Það er í anda lýðræðis-
legrar stofnunar að sem flestir fulltrúar notenda sitji í stjórn hennar og
árið 1935 voru þrír fulltrúar (af sjö) kosnir beint í almennum kosningum
til setu í útvarpsráði. Um 70% kjósenda tóku þátt í þessari kosningu en
þrír listar voru í framboði og áhuginn því verulegur.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Það var af pólitískum ástæðum kom-
ið í veg fyrir slíka lýðræðislega stjórnunarhætti og hægri menn á Alþingi
fluttu tillögu árið 1939 um að almenningur ætti enga fulltrúa í útvarpsráði
nema óbeint í gegnum kjör á Alþingi. Notendur voru því beinlínis áhrifa-
meiri á fyrstu árum stofnunarinnar en síðar varð. Flokkarnir lokuðu þessa
stofnun meira og minna af eins og fram kemur í sögu Gunnars. Stjórn-
málaflokkarnir hertu tökin í flestu tilliti, og lýðræðisleg áhrif minnkuðu
enn frekar með vaxandi pólitísku ofstæki í landinu á fimmta áratugnum
og öðru hvoru fram á okkar dag.
Þrátt fyrir pólitískar deilur var litið á Ríkisútvarpið sem menningar-
stofnun, fræðslustofnun og jafnvel þjóðskóla og andlega vakningarstofn-
un. Það var ekki einungis að útvarpað væri vönduðu tónlistarefni, menn-
ingarefni, leiklist, bókmenntum, kennsluþáttum í íslensku, erlendum
tungumálum og fleiru, heldur var og staðið fyrir útgáfu á kennslubókum
og hljómplötum, Hvarvetna í heimi fræðslu og menningar var Ríkisút-
varpið í hlutverki brautryðjandans á fyrstu áratugum starfseminnar.