Saga - 1998, Page 337
RITFREGNIR
335
Stundum ruddi Ríkisútvarpið brautina í andstöðu við ráðherra og jafn-
vel Alþingi eins og t.d. við stofnun Sinfóníuhljómsveitar íslands 1950.
Reyndar hafði þáverandi ráðherra menningarmála, Björn Ólafsson, tak-
markaða samúð með málstað Ríkisútvarpsins í öllum málum, var því
þver og neikvæður einmitt þegar stofnunin þarfnaðist mest jákvæðrar
forsjár stjórnvalda.
Saga útvarpsins er vissulega menningarsaga, og partur af íslandssögu,
en hún er líka sorgarsaga, saga ritskoðunar í sextíu ár.
Oftsinnis hafa orðið harðvítug pólitísk átök um útvarpið og í útvarps-
sögunni er greint frá mörgum atlögum að stofnuninni og starfsemi henn-
ar. Segja má t.d. að frá 1939 til 1941 hafi verið gerð pólitísk aðför að
stofnuninni en Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri reyndi eftir megni að verj-
ast þeirri harkalegu íhlutun, afskiptum stjórnvalda af mannaráðningum
hjá Ríkisútvarpinu.
Ritskoðunin hefur verið meiri í sögu þessarar stofnunar en menn geta
í fljótu bragði ímyndað sér. Og margt í þeirri sögu, eins og svo margt
óþægilegt í sögu yfirleitt, hyllist til að gleymast. Gunnar dregur margt
hrollvekjandi fram í dagsljósið af þessu tagi. Á stríðsárunum var til að
mynda samfelldur og mikill sensúr á stofnuninni, meiraðsegja var settur
vopnaður hervörður um tíma, í janúar 1942, til eftirlits með því sem út-
varpað væri - og mótmæltu útvarpsmenn harðlega slíkum afskiptum.
Hér er sýnishorn (bls. 174) úr bréfi Helga Hjörvars til menntamálaráð-
herra vegna þessa máls:
„Jeg tel þetta vera svo mikla svívirðingu við andlegt frelsi þjóðarinn-
ab að öldungis sje óþolandi hverjum ærlegum manni. Jeg get engin áhrif
haft í þessu efni önnur en þau, að gangast ekki persónulega undir þessa
svívirðu af sjálfsdáðum. Jeg mun því hvorki koma að hljóðnema útvarps-
'ns nje leggja hönd að neinu dagskrárverki hjer í stofnuninni, meðan hún
er á þennan hátt undir eftirliti vopnavalds innan sinna eigin veggja. Það
tel jeg líka hrein landráð, ef forráðamenn íslenskra menningarstofnana
ganga sjálfráðir og umtölulaust undir slíka óhæfu."
Þetta verkfall Helga Hjörvars mæltist misjafnlega fyrir, hann var sakað-
Ur um agabrot og trúnaðarbrot við stofnunina og honum var veitt mánað-
ar „hvíldarleyfi". Helgi átti annars mjög erfitt með að beygja sig og átti
skap meira í ætt við fornkappa og söguhetjur en menn í mannlegu mála-
■niðlunarfélagi þessarar aldar.
Annað dæmi um mikla og sorglega ritskoðun, sem lítt hefur verið í
hámælum, er í tengslum við lýðveldisstofnunina. Stjórnmálaflokkarnir
(flokkseigendafélögin) voru þá allir í einni sæng í málinu og snerust af
kappi og öfgum gegn þeim sem vildu af tillitsemi við hina hersetnu þjóð,
Dani, fresta lýðveldisstofnun. Miklar hömlur voru lagðar á málfrelsi þess-
ara manna. Var fjölda menntamanna sem vildi útskýra þessi sjónarmið