Saga - 1998, Page 338
336
RITFREGNIR
meinað máls í útvarpinu - og bundust útvarpsráðsmenn traustum bönd-
um til að viðhalda þessari ritskoðun, þeir Bjarni Benediktsson og Einar
Olgeirsson. Þegar kom að því að þrengja að málfrelsi í landinu árið 1944
var enginn munur á fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks í út-
varpsráði.
Það kemur lesanda líka kaldhæðnislega á óvart hversu menn sem sjálf-
ir höfðu orðið fyrir barðinu á ritskoðun voru fúsir að beita því fúla vopni
þegar svo bar undir. Þannig var Sigurður Einarsson fréttamaður ofsóttur
fyrir hlutdrægni í fréttaflutningi árið 1939. Elann var hins vegar kominn
hinum megin við borðið árið 1945 og stóð sem útvarpsráðsmaður fyrir
hálfgerðum ofsóknum á hendur Birni Franzsyni fréttamanni fyrir hlut-
drægni í fréttaflutningi.
Ofstækisbylgjur virðast fara um þjóðfélag vort eins og eftir pendúl-
hreyfingum. Miklu skiptir þegar slíkar bylgjur ríða yfir og magna upp
móðursýkislegt andrúmsloft, að menn geti þá haldið geði sínu og óskertri
dómgreind. Allt of oft bogna hnjáliðir okkar íslendinga á slíkum stundum
í sögunni. Menn hafa haft á orði að á íslandi hafi vantað „borgaralegan
húmanisma", mið- og hægri rnenn, sem varið hafa mannréttindi , - að
frjálslyndir menntamenn hafi verið fámennir og áhrifalitlir á íslandi mið-
að við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þetta kemur einnig í hug
við lestur útvarpssögu Gunnars Stefánssonar. En þar á síðum spretta
nokkrir slíkir fram, t.d. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og sjálfstæðis-
maðurinn Magnús Jónsson sem varðist tilhneigingum til ritskoðunar með
öðrum starfsmönnum stofnunarinnar, og gagnvart flokksbræðrum sínum
á þingi. Sama má segja um Gylfa Þ. Gíslason síðar og sem betur fer fleiri
góða menn.
Það er eins og löngum hafi legið sú krafa á starfsmönnum útvarpsins að
þeir yrðu karakterlausir skoðanaleysingjar, stassjónin grá og einskisnýt
og ekkertsegjandi. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra hóf sig yfh
þessa lágkúru og hvatti beinlínis til þess 1959 að útvarpið kynnti ólíkar
skoðanir á viðkvæmum málum, því skoðanalaust útvarp væri ekki að-
eins leiðinlegt, „heldur hættulegt eflingu heilbrigðrar dómgreindar". Ut-
varpið mætti aldrei verða svo hlutlaust, að það yrði skoðanalaust, að
frjálslyndi og umburðarlyndi væri ekki síður nauðsynlegt í starfi þess en
hlutleysi.
Fram kemur að framsýni útvarpsmanna hefur oft verið mikil. Menn
gerðu sér þegar í öndverðu útvarps í hugarlund að sjónvarp (firðmyndun
sbr. firðtal) kæmi einnig til sögu, þó lengri bið yrði á því en virtist upp úr
1920. Og þegar skriður komst á áformin um byggingu Ríkisútvarpsins,
„Útvarpshöllina", í Iok stríðsins, 1944 , sagði Jónas Þorbergsson útvarps-
stjóri að gera yrði í byggingunni ráð fyrir nýjungum í framtíðinni, „svo
sem sjónvarpinu". Þegar Vilhjálmur Þ. Gíslason tók við forstöðu stofnun-