Saga - 1998, Page 341
RITFREGNIR
339
inu breyttist gegnum árin. Einnig skýrir hann frá ýmsum atburðum
tengdum hersetunni og má til dæmis nefna frásagnir af því hvernig Bret-
ar og síðar Bandaríkjamenn komu sér fyrir á ýmsum stöðum á íslandi og
er frásögnin af umsvifunum í Hvalfirði langítarlegust. Lögð er áhersla á
breytinguna, sem varð á afstöðu bandamanna til íslands er leið á hernám-
ið. Upphaflegi tilgangurinn með hernáminu var að koma í veg fyrir að
Þjóðverjar tækju landið, en ekki leið á löngu þar til bandamönnum varð
Ijóst mikilvægi þess sem eftirlitsstöðvar og viðkomustaðar skipalesta.
Einkum átti þetta við eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa og tekið var að
flytja hergögn til Rússlands frá Bandaríkjunum.
Eins og fram kemur í undirtitli bókarinnar er markmið höfundar að
skýra hvaða þýðingu aðstaða bandamanna á íslandi í síðari heimsstyrj-
öldinni hafði fyrir orustuna um Atlantshafið. Það vantar nokkuð upp
á að það markmið náist, þar sem ekki tekst að meta heildstætt hverju
það hefði breytt fyrir bandamenn ef aðstaðan á íslandi hefði ekki ver-
ið fyrir hendi. Ekki kemur heldur nægilega vel fram hvernig umsvif
bandamanna á íslandi tengdust aðgerðum þeirra annarsstaðar á
N orður-Atlantshafi.
Líta má á það sem annmarka á ritinu, að höfundur skýrir ekki í sam-
fellu frá hernaðarumsvifum bandamanna á fslandi, en byggir það upp
sem frásagnir af einstökum þáttum þeirra. Þetta gerir ritið sundurlaust og
skortur á „söguþræði" getur valdið lesanda, sem ekki er vel heima í gangi
heimsstyrjaldarinnar, erfiðleikum.
Ritinu er skipt í 19 kafla. Fyrstu 12 þeirra snúast aðallega um hvernig
bandamenn komu sér fyrir á íslandi, einkum í Hvalfirði. Meðal annars er
greint frá fjölda hermanna og herbúnaði þeirra lýst. Rætt er um einingar
berja eins og til dæmis herdeild, stórdeild eða herfylki, en aldrei er gerð
grein fyrir hve margir menn skipa hverja einingu eða hvernig hver eining
fellur að heildarskipulagi hersins. Ekki er getið enskra heita umræddra
eininga hersins, en það hefði nægt þeim til glöggvunar, sem eru vel að sér
1 hersögu.
í síðari hluta ritsins er skýrt frá þáttum eins og ferðum skipalesta, flugi
Þjóðverja yfir og umhverfis ísland og kafbátahemaði þeirra undan strönd-
UlT| landsins. Lokakaflinn fjallar um varnarviðbúnað á íslandi, einkum á
Kjalarnesi, Akranesi og í Borgarnesi og er þar nokkuð um endurtekning-
ar frá fyrri köflum.
Frásagnarháttur höfundar er yfirleitt fremur liðugur, þótt stundum séu
nákvæmar lýsingar á hergögnum og byggingum þurrar og fremur þreyt-
andi.
Kaflarnir um skipalestir og umsvif Þjóðverja umhverfis landið eru læsi-
h’gastir. Þar, eins og í öðrum köflum, notar höfundur viðtöl við eða bréf
frá ýmsum sem tóku þátt í hernaðaraðgerðunum til að Iífga upp á frá-